is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24217

Titill: 
  • „Maður reiknaði aldrei með því að þetta yrði bara dans á rósum“: Lykill fólks að langlífu og farsælu hjónabandi, einkenni þeirra og gildi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu á langlífum og farsælum hjónaböndum. Í fyrsta lagi var kannað hvað fólk teldi lykilinn að langlífu og farsælu hjónabandi, í öðru lagi hvað fólk teldi einkenna þessi hjónabönd og í þriðja lagi hvort gildin væru breytileg eftir aldursbilum. Rannsóknin var unnin á þann hátt að tekin voru 6 rýnihópaviðtöl við samtals 31 einstakling á þremur mismunandi aldursbilum, 30-36 ára, 50-60 ára og fólk komið yfir sjötugt. Niðurstöðurnar gefa til kynna að lykillinn að langlífu og farsælu hjónabandi sé a) raunhæfar væntingar til maka og hjónabandsins, b) mikil þrautseigja og c) að djúpstæð vinátta og nánd sé sá grunnur sem nauðsynlegt sé að sambandið byggji á. Þá kom fram að gildin eru þau sömu þegar horft er til mismunandi aldursbila en svo virðist sem yngra fólk leggi minni áherslu á þessi gildi. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um hvaða þættir geti verið mikilvægir til að spá fyrir um langlíf og farsæl hjónabönd. Rannsókn þessi skapar því þekkingu sem hægt er að nýta til að styðja pör/hjón sem leita sér aðstoðar og vilja styrkja samband sitt

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24217


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA lokautgafa Skil.pdf956,9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing1.pdf515,42 kBLokaðurYfirlýsingPDF