is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24219

Titill: 
  • „Maður varð faglega sterkari.“ Ávinningur af námsleyfum grunnskólakennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif námsleyfa á starfsþróun grunnskólakennara. Er ávinningur af leyfinu í formi launa eða stöðuhækkunar? Hefur leyfið verið hvatning til að halda áfram í sama starfi eða stökkpallur í annað starf? Er aukin ánægja í starfi eftir leyfi? Rannsóknarspurningarnar eru tvær: „Hvaða áhrif hefur námsleyfi á starfsþróun og atvinnuhæfni grunnskólakennara?“ (og) „Hvaða áhrif hefur námsleyfi á starfsánægju grunnskólakennara?“. Rannsóknin er eigindleg og var gagna aflað með viðtölum við átta kennara sem voru í námsleyfi á tímabilinu 2009-2014, hver og einn í eitt skólaár. Viðtöl við þátttakendur voru tekin í september og október 2015 og unnið úr þeim strax í kjölfarið.
    Niðurstöðurnar benda til þess að námsleyfi hafi mikil áhrif bæði á starfsþróun og starfsánægju kennara. Þeir fá tækifæri til að mennta sig í því sem þeir hafa mestan áhuga á og koma til baka með aukinn kraft, nýjar hugmyndir og víðsýni til að takast á við krefjandi starf. Þeir telja mikilvægt að fá þetta tækifæri til að endurnýja sig eftir að hafa kennt í mörg ár. Kennarar sýndu mismikla hrifningu af þeirri starfsþróun sem boðið er upp á innan skólanna. Töldu ekki mikla fjölbreytni í henni og kenndu helst miðstýringu og bágum fjárhagi skólanna þar um. Jákvæð viðhorf skólastjórnenda í þeirra garð hafði líka hvetjandi áhrif þegar kennararnir fóru í námsleyfi en þeir töldu þó að nýta mætti betur nám þeirra þegar þeir komu til baka og gefa þeim aukin tækifæri innan skólans. Það er lítill launaávinningur af að fara í nám og koma aftur til starfa í grunnskóla og hann er ekki hvatning ein og sér en flestir litu á námsleyfi sem eins konar hlunnindi sem fylgja starfinu og góða leið til þess að auka á starfsánægju og starfsþróun. Þeir töldu einnig að mikil hvatning væri fólgin í leyfi og að jafnvel mætti líta á það sem umbun fyrir vel unnin störf sem gæti komið í veg fyrir kulnun í starfi því starfsánægja ykist. Viðmælendur töldu að umsóknarferli um leyfi væri sanngjarnt. Það væri nauðsynlegt að vanda til verka og vera með skýra sýn á markmið með náminu. Helsti gallinn væri að of fáir kennarar fengju leyfi og þyrftu sveitarfélögin að leggja meira fjármagn í þennan málaflokk.
    Af niðurstöðum þessarar rannsóknar má álykta að námsleyfi geti aukið starfsánægju kennara, stutt við þá starfsþróun sem kennurum ber að uppfylla í starfi og þar með aukið atvinnuhæfni þeirra.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24219


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin -lokaeintak-Hulda.pdf706.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna