en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24223

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif félagslegs taumhalds á áfengisneyslu ungmenna. Rannsókn meðal ungmenna í 9. og 10.bekk í grunnskólum landsins
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Áfengisneysla ungmenna á Íslandi er með því minnsta sem gerist í Evrópu og skera íslensk ungmenni sig úr hvað varðar neyslu vímuefna. Fjöldi kenninga hafa verið settar fram um áfengisneyslu ungmenna og hugmyndir um áhrifaþætti þess. Félagslegt taumhald, eftirlit foreldra og áhrif jafnaldra eru áhrifavaldar áfengisneyslu ungmenna. Rannsóknir sýna að þeir unglingar sem koma frá heimilum þar sem er lítið um eftirlit eru líklegri til þess að neyta áfengis en þar sem eftirlit er mikið. Einnig eru þau ungmenni sem eiga vini sem neyta áfengis líklegri til þess að neyta sjálfir áfengis heldur en þeir sem eiga ekki vini sem drekka. Gögn þessarar rannsóknagreinar byggja á spurningalistakönnun sem lögð var fyrir alla nemendur í 9. og 10. bekk landsins árið 2006. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvort að félagslegt taumhald, félagsauður og áhrif jafningja hafi áhrif á hvort að ungmenni neyti áfengis. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þeir einstaklingar sem búa hjá einstæðu foreldri, foreldri og maka eða við aðrar aðstæður eru líklegri til þess að neyta áfengis en þeir sem búa hjá báðum líffræðilegum foreldrum sínum. Eftirlit foreldra virðist draga úr áfengisneyslu ungmenna og leiddu niðurstöður einnig í ljós að eftir því sem ungmenni eru í betra tengslaneti við vini sína og eiga vini sem neyta áfengis er þá einstaklingur líklegri til þess að neyta áfengis sjálfur. Styðja þessar niðurstöður fyrri rannsókna sem gerðar hafa verið á neyslu áfengis hjá ungmennum. Einnig kom það í ljós að ungmenni í 10.bekk eru líklegri til þess að neyta áfengis en þeir sem eru í 9.bekk.

Accepted: 
  • May 6, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24223


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA Ritgerð Íris Tara senda meira skjalið.pdf702.02 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing_ÍrisTara.pdf313.64 kBLockedYfirlýsingPDF