en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/24224

Title: 
  • Title is in Icelandic Eru gerðar mismunandi sönnunarkröfur í kynferðisbrotamálum?
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Vitundarvakning almennings á kynferðisbrotum hefur aukist síðustu ár og brotin nú mun meira í umræðunni. Ýmislegt hefur verið gagnrýnt við meðferð málanna fyrir dómi og eru fræðimenn ekki á einu máli um hvort nægar sönnnunarkröfur séu gerðar til mála af þessu tagi. Markmið ritgerðarinnar er að kanna hvort mismunandi sönnunarkröfur séu gerðar í kynferðisbrotamálum eftir því hvort um eitt tilvik er að ræða eða fleiri tilvik; Hvort munur er gerður á brotum sem flokkast sem einstök brot, brotasamsteypa eða framhaldsbrot.
    Í 2. kafla ritgerðarinnar er fjallað um sönnun í sakamálum, meginreglur sakamálaréttarfars og lög nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í 3. kafla er farið yfir refsiákvæði XXII. kafla almennra hegningarlaga og athyglinni aðallega beint að kynferðisbrotum gegn börnum, brotum sem teljast samræði eða önnur kynferðismök og falla undir 1. mgr. 194. gr., 1. mgr. 200. gr., 1. mgr. 201. gr. og 1. mgr. 202. gr. hgl. Einnig er farið yfir hugtökin brotasamsteypa, concursus idealis, concursus realis og framhaldsbrot. Í 4. kafla er farið yfir dómaframkvæmd Hæstaréttar síðustu ára, nánar tiltekið áranna 2010-2015. Fyrst reifaðir dómar sem varða eitt tilvik og einblínt á sönnun sem gerð er í málunum. Því næst verða reifaðir dómar sem varða fleiri tilvik og, ásamt sönnun, einblínt á um hvers konar brot er að ræða, brotasamsteypu eða framhaldsbrot. Í 5. kafla eru að lokum dregnar saman niðurstöður.
    Meginniðurstaða ritgerðarinnar er að sambærilegar sönnunarkröfur eru gerðar í einstökum brotum og brotum sem flokkast sem brotasamsteypa. Helst má greina frávik þegar kemur að framhaldsbrotum. Í þeim brotum fer ekki fram sönnun á hverju einstöku tilviki fyrir sig heldur á öllum brotunum í heild, enda ómögulegt þegar um svo mörg tilvik er að ræða og aðgreining þeirra erfið. Af dómaframkvæmd má ráða að oft eru ákveðin atriði í meðferð kynferðisbrotamála sambærileg. Aðalsönnunargögn þessara mála eru framburðir ákærða og brotaþola ásamt því að vægi óbeinna sönnunargagna er mikið.
    Sönnunarmat í kynferðisbrotamálum er stöðug uppspretta umfjöllunar og umræðu, bæði almennings og fræðimanna, og viðbúið er að sú umræða muni síst dala á komandi árum. Það hvort að sú umræða mun hafa í för með sér breytingar á sönnunarmatinu sjálfu og framkvæmd sönnunar getur tíminn einn leitt í ljós. Hvað varðar mismunandi sönnunarkröfur varðandi eitt tilvik og fleiri tilvik er ólíklegt að þær muni breytast þar sem um gjörólíkar aðstæður við sönnun er að ræða. Sönnunarkröfurnar sem gerðar eru í heild í hverju máli til sakfellingar ákærða haldast þó í hendur og ólíklegt að breyting verði þar á.

Accepted: 
  • May 6, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24224


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Meistararitgerd EAL loka.pdf1.03 MBLocked Until...2050/05/05HeildartextiPDF
Yfirlýsing_EydísArna.pdf304.88 kBLockedYfirlýsingPDF