is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24228

Titill: 
  • Á ég heima hér? Staða barna með erlendan bakgrunn á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er börn með erlendan bakgrunn á Íslandi. Í eftirfarandi köflum verður fjallað um bakgrunn þessara barna og stöðu með það að markmiði að tengja umræðuna við ýmis hugtök sem eiga við, svo sem menningu, fjölmenningu, þverþjóðleika og aðlögum. Vaxandi fólksflutningar milli landa kalla á aukna umræðu um stöðu innflytjenda, sérstaklega barna sem í hlut eiga en ákveðinn skortur hefur verið á þekkingu um málefni barna með erlendan bakgrunn. Þrátt fyrir að umræðuefnið sé börn á Íslandi með erlendan bakgrunn er einnig farið yfir málefni barna með erlendan bakgrunn á alþjóðavísu vegna þess að erlendar rannsóknir um málefnið eru mun viðameiri og til eru ítarlegri erlendar upplýsingar um þessa einstaklinga heldur en íslenskar. Einnig er gagnlegt að bera saman erlendar rannsóknir við íslenskar, til þess að varpa frekara ljósi á málefnið. Fjallað er um aðstæður þessara barna í íslenskum skólum og hvernig þeim hefur gengið að fóta sig í því umhverfi. Helstu niðurstöður umræðunnar eru þær að börnum með erlendan bakgrunn á Íslandi gengur verr í skóla en innfæddum jafnöldrum þeirra. Vísbendingar eru á lofti um að þessi börn fái ekki þá aðstoð sem þau þurfa til þess að eiga sömu tækifæri og aðrir.

  • Útdráttur er á ensku

    The main topic of this essay is children in Iceland with foreign background. In the subsequent chapters a discussion about their background and status will be provided, intertwined with a broader discussion about the role of culture, multiculturalism, transnationality and integration. The global phenomenon of increased international migration calls for attention to be paid to individuals who migrate between countries, and especially so children, as too a large extent the children have been secondary actors in the literature. Although the focus of the essay is on children of foreign background in Iceland, a general international overview of the status of foreign born children will be provided as well, as to compensate for the limited literature available on Iceland. Furthermore, a comparison between the Icelandic studies available and studies conducted abroad will help shed a brighter light on the subject. A discussion about how these children fare in Icelandic schools is provided and a review of the literature suggest that they do worse than their native peers. There are strong indications that these children are lacking the assistance they need in order to gain and profit from the same opportunities as others do.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24228


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf326,41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Svanlaug.pdf328,94 kBLokaðurYfirlýsingPDF