Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24229
Vegna eðli starfa lögreglunnar verða lögreglumenn við skyldustörf gjarnan fyrir ofbeldi eða hótunum um ofbeldi. Slík háttsemi telst vera brot gegn 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í kjölfar brots fer af stað rannsókn málsins í samræmi við reglur laga um meðferð sakamála nr. 80/2008, lögreglulaga nr. 90/1996 og annarra viðeigandi lagaákvæða og reglugerða. Sú rannsókn er í höndum héraðssaksóknara, sbr. 2. mgr. 8. gr. lögreglulaga, sem byggir rannsókn sína að einhverju leyti á þeim gögnum sem lögreglan hefur tekið saman í tengslum við brotið. Það er svo einnig í verkahring héraðssaksóknara að taka ákvörðun um höfðun sakamáls, sbr. b-lið 23. gr. sakamálalaga. Málatilbúnaður ákæruvaldsins, sem mótaður er á rannsóknarstigi og byggir að einhverju leyti á gögnum frá lögregluembættinu þar sem brotið átti sér stað, spilar svo lykilhlutverk í því hvort ákærði verði dæmdur sekur eða ekki og hvaða refsingu hann hlýtur ef hann er sakfelldur. Þá vakna upp spurningar um hlutleysi þeirra opinberu aðila sem koma að málinu með einum eða öðrum hætti.
Ritgerð þessi fjallar um sakamálameðferð á brotum gegn valdstjórninni þegar brotið beinist gegn lögreglumanni við skyldustörf. Umfjöllunin snýr að rannsókn málsins, ákvörðun um saksókn og sönnun fyrir dómi. Meðferðin er skoðuð með hliðsjón af hlutlægnisskyldu þeirra sem rannsaka sakamál og taka ákvörðun um saksókn, sbr. 2. mgr. 53. gr. og 3. mgr. 18. gr. sakamálalaga, í ljósi þess verklags að lögreglumenn sem vitni rita eigin lögregluskýrslur. Þá er að finna í ritgerðinni samanburð á rannsókn valdstjórnarbrota hér á landi og rannsókn sömu brota í Danmörku og Noregi. Einnig er fjallað um hvort sáttamiðlun sé raunhæft úrræði þegar brotið er gegn lögreglumönnum. Í lok ritgerðarinnar er tekið til skoðunar hvort sönnunarkröfur í valdstjórnarbrotum séu sambærilegar þeim sem gerðar eru í brotum gegn 217. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
RITGERÐIN_UJ_060516.pdf | 1.97 MB | Lokaður til...25.06.2026 | Heildartexti | ||
Unnthor_ritgerd.pdf | 46.78 kB | Lokaður | Yfirlýsing |