Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2423
Í ritgerð þessari er leitað svara við því hver eru réttindi einstaklinga til þess fá greiddan ellilífeyri og tengdar greiðslur út frá lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 og lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007. Sérstök áhersla er lögð á að gera grein fyrir rétt fólks til að fá lífeyrisgreiðslur sínar fluttar milli landa og þá fyrst og frems innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Rakin er þróun velferðarríkja Vesturlanda síðustu áratugina. Velferðarkerfunum er skipt í þrennt og eru flokkarnir eftirfarandi: íhaldsamt kerfi, frjálslynt kerfi og kerfi jafnaðarmanna.
Þar á eftir er rakin þróun félagslegs réttar innan Evrópusambandsins síðustu áratugina. Lögð er áhersla á þróun almannatrygginga hluta hans og þá sérstaklega reglugerðir 1408/71/EB og 574/72/EB. Gerð er ítarleg grein fyrir dómafordæmum Dómstóls EB á þessu sviði.
Þróun íslenskra almannatrygginga og ellilífeyris er rakin frá lokum nítjándu aldar til byrjun þeirrar tuttugustuogfyrstu. Einnig eru helstu reglur almannatryggingalaga og laga um félagslega aðstoð raktar og gert grein fyrir því hvaða skilyrði umsækjendur um ellilífeyri og tengdar greiðslur þarf að uppfylla til þess að fá bæturnar. Að lokum er gerð grein fyrir ástæðunni fyrir því að bótum almannatrygginga var skipt í almannatryggingar og félagslega aðstoð í byrjun tíundaáratugarins og hvaða afleiðingar það hefur haft.
Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að íslensk lög um almannatryggingar og lög um félagslega aðstoð uppfylla að mestu leyti þau skilyrði sem að samningurinn um evrópska efnahagssvæðið og dómafordæmi Dómstóls EB gera til aðgreiningar á þessum bótaflokkum. Ef að reglugerðir þær er byggja á lögum um félagslega aðstoð eru skoðaðar eru þessi mörk hins vegar ekki jafn skýr. Í þeim reglugerðum er í mörgum tilvikum mörg einkenni almannatrygginga, sem eru ekki í samræmi við kröfur Evrópuréttarins til félagslegrar aðstoðar. Gæti þurft að bregðast við þessu á einhvern hátt.
Íslenskum stjórnvöldum ber skýr skylda til að greiða ellilífeyrisþegum, sem uppfylla að öðru leyti skilyrði laganna, bætur til annarra ríkja er tilheyra evrópska efnahagssvæðinu, svo framarlega sem þær eru taldar upp í lögum um almannatryggingar. Íslenska ríkið ber hins vegar ekki sömu skyldu sé um að ræða bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaeintak_fixed.pdf | 609.52 kB | Lokaður | Heildartexti |