is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24231

Titill: 
  • Ákvörðun refsingar fyrir efnahagsbrot. Áhersla á svokölluð hrunmál
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Efnahagsbrot hafa fengið mikla athygli síðustu ár í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Embætti sérstaks saksóknara hefur ákært í fjölda mála og enn eru nokkur mál til skoðunar hjá embætti héraðssaksóknara. Fjölmargir einstaklingar hafa verið sakfelldir fyrir brot sín og hafa þeir margir hverjir hlotið þungar refsingar. Í þessari ritgerð verður fjallað um ákvörðun refsingar fyrir efnahagsbrot og verður áhersla lögð á svokölluð hrunmál. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvaða refsiákvörðunarástæður koma til greina og eru nefndar af dómstólum við ákvörðun refsingar. Fjallað verður um hverja refsiákvörðunarástæðu fyrir sig. Reynt verður að komast að því hvaða atriði skipta mestu máli við ákvörðun refsingar og réttlætingarástæður að baki refsingunum eru skoðaðar. Sjö dómar Hæstaréttar voru teknir til ítarlegrar skoðunar í þessum tilgangi. Þessir dómar snérust allir um umboðssvik, markaðsmisnotkun eða innherjasvik. Í ritgerðinni verður fyrst fjallað um hugtakið efnahagsbrot. Því næst verður fjallað um umboðssvik, markaðsmisnotkun og innherjasvik og komið inná helstu álitaefni sem dómstólar hafa þurft að skera úr um við sakarmat í málunum. Í aðal kafla ritgerðarinnar verður svo fjallað ítarlega um refsiákvörðunarástæðurnar. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar voru þær að fjölmargar refsiákvörðunarástæður hafa áhrif við ákvörðun refsingar í þessum málum en þær voru lang flestar til þess fallnar að þyngja refsinguna. Þær refsiákvörðunarástæður sem voru nefndar oftast voru alvarleiki brotanna, hvað brotin snérust um háar fjárhæðir og þeir hagsmunir sem brotin beindust að. Helsta refsimildunarástæðan var hreinn sakarferill ákærðu en ekki var tekið tillit til þessarar ástæðu í öllum málunum. Þá var þeirri ástæðu að málsmeðferð hefði tekið óhæfilega langan tíma hafnað í öllum tilvikum nema einu. Niðurstöður um ákvörðun refsingar voru í flestum tilvikum nokkuð vel rökstuddar en þó skorti á að vísað væri í þau lagaákvæði sem áttu við þegar um lögmæltar refsiákvörðunarástæður var að ræða. Ljóst er að um mun þyngri refsingar er að ræða en áður þekktist varðandi efnahagsbrot en miðað við alvarleika brotanna verður að telja það eðlilegt.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24231


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - Skemman.pdf891.56 kBLokaður til...28.05.2050HeildartextiPDF
Yfirlýsing_KristínKlara.pdf311.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF