is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24234

Titill: 
  • Viðskipti Íslands og Kína: Mismunandi menning og hefðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árið 2014 gekk í gildi fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína sem átti að hvetja til frekari viðskipta milli landanna vegna afnáms á ýmsum viðskiptahömlum. Vegna aukinna viðskipta milli þessara landa er mikilvægt að hafa í huga og taka mið af þeim mikla menningarmismun sem er að finna hjá þessum ólíku þjóðum til að hvetja til árangurs í viðskiptum. Markmið ritgerðarinnar var að kanna hver væri mismunur á menningu Íslands og Kína og skoða hvað þyrfti helst að hafa í huga þegar íslensk fyrirtæki eða aðilar eiga í viðskiptum við fyrirtæki frá Kína.
    Ritgerðin inniheldur eina rannsóknarspurningu en hún er: Hver er munurinn á menningu Íslands og Kína? Ritgerðin skoðar ítarlega þjóðmenningu beggja landanna ásamt menningarvíddum þeirra til að sýna hvar helsti menningarmismunur landanna liggur. Einnig eru viðskiptamenning og viðskiptasiðir skoðaðir og bornir saman hjá þessum löndum.
    Niðurstaða rannsóknarinnar sýnir hvað íslensk fyrirtæki þurfa að hafa í huga í viðskiptum sínum við Kína og hvaða mismun þau þurfa að taka tillit til. Helstu niðurstöður eru þær að fyrirtæki þurfa að taka mikið tillit til mismunandi viðskiptahefða milli landanna. Kína er með mjög sterkar viðskiptahefðir sem þeir vilja að erlendir aðilar virði þegar þeir eiga í viðskiptum við þá. Ef ekki er tekið tillit til viðskiptahefða Kína þá getur það leitt til þess að enginn samningur verði undirritaður. Því er mjög mikilvægt að alþjóðafyrirtæki kynni sér vel viðskiptahefðir Kína áður en þau eiga í viðskiptum við kínversk fyrirtæki. Niðurstöðurnar sýna einnig að mikill mismunur er á menningarvíddum landanna og þjóðmenning þeirra því mjög ólík samkvæmt Hofstede. Samkvæmt Hofstede er Kína með mun meiri valdafjarlægð, langtímahyggju og karllægni heldur en Ísland. Kína er hins vegar með minni óvissufælni og mun minni einstaklingshyggju en Ísland. Niðurstöður frá rannsóknum Gylfa, Svölu og Þórhalls um menningarvíddir Íslands sýna svipaðar niðurstöður og rannsóknir Hofstede. Þau telja hins vegar Ísland vera með mun meiri óvissufælni, einstaklingshyggju og langtímahyggju en Hofstede. Mikilvægt er að taka tillit til þessa menningarmismunar þegar löndin eiga í viðskiptum.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - lokaútgáfa.pdf872.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna