is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24236

Titill: 
  • Þáttur hins opinbera í frjálsri samkeppni. Samkeppnislegt hlutleysi, samkeppnismat og opinberar samkeppnishömlur
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hinu opinbera er frjálst að taka þátt í samkeppni, svo lengi sem það raskar henni ekki. Mikilvægt er að keppinautar njóti jafnræðis og að samkeppnisleg staða opinberra aðila sé ekki betri en staða annarra markaðsaðila, vegna þeirrar yfirburðastöðu sem ríkið nýtur almennt. Það kann að vera óljóst hvenær ríkið raskar samkeppni með þátttöku sinni, en sem dæmi má nefna þegar hætt er við niðurgreiðslu samkeppnisrekstrar með opinberufé. Í ritgerðinni var lagt upp með þá spurningu hvort samkeppnislegt hlutleysi (e. competitive neutrality) væri nægilega tryggt í íslensku lagaumhverfi og hvort gildandi lög veiti stjórnvöldum nægilegt aðhald til að raska ekki samkeppni að óþörfu. Til að svara þeim spurningum voru viðmið sem Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD) hefur sett fram í þeim efnum, varðandi samkeppnislegt hlutleysi og svo samkeppnismat (e. competitive assessment). Þau viðmið voru svo borin saman við innlenda löggjöf. Samanburðurinn leiddi í ljós að það er ýmislegt sem betur má fara. Þó eiga þau viðmið sem OECD hefur sett fram og skilgreint að geti átt þátt í að stuðla að samkeppnislegu hlutleysi hljómgrunn í íslensku lagaumhverfi. Þá var komist að þeirri niðurstöðu að innleiðing samkeppnismats í íslenskan rétt er æskileg, til að sporna frekar við opinberum samkeppnishömlum sem kunna að fyrirfinnast í íslenskri löggjöf.
    Í fyrsta kafla ritgerðarinnar verður samhengisins vegna fjallað um fræði samkeppninnar og svo þau ákvæði EES-samningsins og samkeppnislaga nr. 44/2005 sem máli skipta. Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður sjónum beint að samkeppnislegu hlutleysi. Í því sambandi verður fjallað um inntak hugtaksins, hvaða viðmið OECD hefur sett fram í því sambandi og hvernig staðan er í íslenskum rétti í samanburði. Í þriðja kafla ritgerðarinnar verður fjallað um samkeppnismat. Samkeppnismat er aðferðafræði sem OECD, ásamt öðrum löndum, hefur beitt til að meta áhrif laga og reglna á samkeppni. Í kaflanum verða leiðbeiningar OECD til skoðunar, ásamt þeim tilmælum Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda í þeim efnum. Í fjórða kafla verður farið yfir réttarframkvæmd hér á landi sem varðar opinberar samkeppnishömlur. Í fimmta kafla verða svo niðurstöður kynntar.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24236


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerd-Skemman.pdf990.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
MA-kapa.pdf157.6 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Bríet.pdf305.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF