is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24239

Titill: 
  • „Venjulegt fólk sem fór vitlausa leið.“ Þróun stimplunarkenninga og áhrif stimplunar á frávikshegðun ungmenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stimplunarsjónarhornið hlaut töluverðar vinsældir í félags- og afbrotafræði á sjöunda og áttunda áratug tuttugustu aldar. Fram af þeim tíma höfðu útskýringar á frávikshegðun einblínt á félagssálfræðilega eða eðlislega áhrifaþætti. Kennismiðir stimplunarkenninga boðuðu því breytta sýn á rætur frávikshegðunar. Sjónarhornið bendir til þess að frávikshegðun kalli oft á viðbrögð frá samfélaginu, viðbrögð sem leiði til þess að sjálfsmynd og samfélagsleg staða hins stimplaða gjörbreytist. Samkvæmt stimplunarsinnum eru það fyrst og fremst viðbrögð samfélagsins sem valda því að frávikshegðun verður stöðugt hegðunarmynstur. Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig stimplunarkenningar voru upprunalega settar fram, þar sem einblínt verður á umfjöllun um helstu kennismiði sjónarhornsins. Fjallað verður um ferli stimplunar og helstu hugtök sem lýsa því hvað gerist þegar einstaklingur er stimplaður sem fráviki. Í seinni hluta ritgerðar verður einblínt á áhrif stimplunar á frávikshegðun ungmenna. Sérstaklega verður fjallað um áhrif stimplunar á umbreytingu sjálfsmyndar, útskúfun úr hefðbundnu samfélagi og aukna þátttöku í frávikshópum. Í lokin verður fjallað um hvernig stimplunarkenningar hafa skapað þekkingu sem hægt er að nota til þess að styðja við ungmenni sem þurfa á
    sérstökum stuðning að halda.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24239


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Venjulegt fólk sem fór vitlausa leið“ Þróun stimplunarkenninga og áhrif stimplunar á frávikshegðun ungmenna.pdf594.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_ErlaMaren.pdf313.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF