is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24241

Titill: 
 • Vonskuverk og misgjörningar. Dómsvaldið gegn brotlegum bændum og fjölskyldum þeirra 1792-1808
 • Titill er á ensku Evil acts and wrongdoings. The jurisdiction against violative farmers and their families in 1792-1808
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að draga upp mynd af aðstæðum almúgafólks og tíðaranda á tímabilinu frá 1790 til 1810. Hér eru sagðar sögur fimm bændafjölskyldna sem gerðust sekar um sauðaþjófnað og raktar þær afleiðingar sem afbrotin höfðu í för með sér fyrir fjölskyldurnar og nærsamfélag þeirra. Húsbændurnir fimm höfðu aldrei áður gerst brotlegir við lög og hvorki þeir, né aðrir heimilismenn, höfðu haft á sér orð um óráðvendni. Þeir sem brotið var gegn voru flestir einnig bændur og almúgamenn sem bjuggu við svipaðar aðstæður og þeir brotlegu. Líkast til voru fæstir þeirra vel aflögufærir með matvæli.
  Málin sem tekin eru til umfjöllunar fóru alla leið í dómskerfinu, frá héraðsdómi til alþingis eða landsyfirréttar. Í öllum tilvikum varð húsbóndinn að afplána dóm og þrír þeirra voru dæmdir til ævilangrar þrælkunar. Yfirleitt hlaut húsmóðirin einnig dóm og jafnvel aðrir heimilismenn, fyrir beina þátttöku í brotinu, hylmingu, meðvitund eða neyslu þýfis. Í kjölfarið fylgdi upplausn heimilisins sem var íþyngjandi fyrir íbúa hreppanna, sem báru ábyrgð á forsjá ómaga, uppihaldi og kristindómsfræðslu ef nánustu ættingjar voru ekki færir um slíkt.
  Rannsóknin byggir á frumheimildum dómabóka viðkomandi sýslna sem greina frá yfirheyrslum og vitnisburði málsaðila, sem og gagna Landsyfirréttar og fangelsisyfirvalda. Einnig var leitað í hreppsbækur, þar sem þær fundust, prestþjónustubækur og sóknarmannatöl, svo nokkuð sé nefnt.
  Á þeim tíma sem hér um ræðir voru gerðar talsverðar breytingar á refsilöggjöf og dómaframkvæmd og voru uppi tvö sjónarmið sem erfitt gat verið að samræma. Annars vegar höfðu yfirvöld áhyggjur af öldu þjófnaðar, sem stóð í beinu sambandi við hungursneyð Móðuharðinda og harðindaára á fyrsta áratug 19. aldar. Lög voru sett sérstaklega fyrir Ísland sem áttu að hafa fælingaráhrif og var ætlað að stemma stigu við gripdeildum, einkum sauðaþjófnaði. Á hinn bóginn léku hugmyndastraumar upplýsingarinnar sem boðuðu betrun sakamanna og mildi í dómaframkvæmd og voru tilmæli þar um gefin út. Jafnframt voru settar réttarfarsreglur sem tryggja áttu réttlátari og hraðari málsmeðferð, leita skyldi skýringa á orsökum afbrota og taka aukið tillit til aðstæðna þess brotlega. Rannsókn þessi varpar ljósi á þá togstreitu sem þessi tvö ólíku sjónarmið ollu. Hún leiðir einnig í ljós að þó dómstólar hafi reynt að vanda störf sín eftir bestu getu, þá gátu ýmsir aðrir þættir haft áhrif á dómaframkvæmdina sjálfa, sem á stundum virðist hafa verið tilviljanakennd.

 • Útdráttur er á ensku

  This research tells the stories of five farmers and their families who were found guilty of sheep rustling and the consequenses of the crimes for the families and their rural parishes. The five husbands had never been suspected of any crime before and neither they nor any of the household had any reputation of dishonesty or misdoings. Those who were violated against were also common farmers and workhands who in times of hardship faced similar difficulties as the offenders.
  The cases were all first tried in the local rural courts and then taken through the court system all the way to the highest court in the country, Althingi and The High Court. In all instances the husbands served time and corporal punishment and three of them were sentenced to life long slavery. The women of the households were also punished for aiding, abetting and conniving, resulting in the dissolution of the familie, with increased burden for the homeparishes of the offenders.
  The research is mostly based on original sources from local sheriff´s court documents, court papers of the High Court and journals from the Icelandic prison authorities as well as local ministerial and parishial journals.
  During the time period in question notable changes were taking effect in the Icelandic legal environment. This caused temporary friction between the ideas of the deterrent effects of severe punishments and the more humane ideas of the Enligtenment with emphasis on ammendment and leniancy in tackling crimes caused by distress and necessity.

Samþykkt: 
 • 6.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24241


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vonskuverk og misgjörningar 2.pdf1.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Eiríkur.pdf301.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF