Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24244
Í þessari ritgerð er fjallað um nýútgefinn alþjóðlegan reikningsskilastaðal um leigusamninga, IFRS 16. Nokkrar breytingar hafa orðið frá fyrri staðli, IAS 17. Helst ber að nefna að fyrirtæki þurfa nú að gera grein fyrir öllum leigusamningum sem þau hafa gert, hvort sem þeir eru fjármögnunar- eða rekstrarleigusamningar, en leigutakar hafa ekki áður þurft að færa rekstrarleigusamninga í efnahagsreikning. Breytingin getur því haft mikil áhrif á efnahagsreikning og rekstrarreikning fyrirtækja. Lögð var áhersla á að skoða áhrif staðalsins á nokkur skráð fyrirtæki á Íslandi. Áhugavert var að sjá að staðallinn hafði mismikil áhrif á ársreikninga þeirra fyrirtækja sem voru skoðuð. Þar má helst nefna að skuldahlutfallið hækkaði hjá öllum félögum sem gefur til kynna þær skuldbindingar sem rekstrarleigusamningar fela í sér. EBITDA-hlutfallið hækkaði hjá öllum fimm félögunum sem skoðuð voru en áhrifin voru ólík á hagnað, arðsemi eigna og arðsemi eigin fjár. Þá virðast áhrifin vera meiri á smásala og flugfélög, en flutninga-, framleiðslu- og fjarskiptafyrirtæki, þó svo að þau verði fyrir einhverjum áhrifum. Helstu niðurstöður sem hægt er að draga af rannsókninni er að þau félög sem hafa hátt hlutfall rekstrarleiguskuldbindinga af heildareignum verða fyrir mun meiri áhrifum vegna breytinganna en þau fyrirtæki sem eru með lágt hlutfall.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-ritgerd.pdf | 850.12 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |