is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24245

Titill: 
  • Strákar eru og verða strákar. Ofurkarlmennska og birtingarmynd hennar í fjölmiðlum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kyngervi er einn veigamesti þátturinn í sjálfsmynd einstaklings, en það er hluti af veruhætti hans og mótast því út frá hugmyndum samfélagsins um það hvernig einstaklingar af hvoru kyni fyrir sig eiga að hegða sér. Karlmennska, og kvenleiki, eru því samfélagslega sakapaðar hugmyndir sem eru breytilegar eftir tíma, samfélögum, menningarheimum og manneskjum innan þeirra. Jafnframt eru þau breytileg eftir aldri, samfélagsstöðu og félagsmótun einstaklings.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um ofurkarlmennsku og birtingarmynd hennar í fjölmiðlum. Ofurkarlmennska er safn persónuleikaeinkenna, og í stuttu máli sagt mjög ýkt útgáfa af því sem telst vera karlmannlegt. Í því felast öfgakenndar hugmyndir um karlmennsku, og stuðst er við fjögur megineinkenni þegar ofurkarlmennska er metin og skoðuð. Það er ofbeldishneigð og ýgi, harka og tilfinningastjórn, áhættusækni og óttaleysi, og kaldranalegt hugarfar gagnvart konum og kynlífi. Hegðun sem einkennist af ofurkarlmennsku fylgja ýmsar neikvæðar hliðar á borð við vanvirðingu gagnvart konum, upphafningu á ofbeldi og erfiðleika með að finna til samkenndar með öðrum. Þá gefa rannsóknir til kynna að menn sem sýna ofurkarlmennskuhegðun séu líklegri en aðrir til að beita kynferðisofbeldi og sýna ýgi í samskiptum við fólk.
    Fjölmiðlar eiga sinn þátt í að móta og viðhalda ofurkarlmennsku hjá drengjum og mönnum. Ljóst er að birtingarmyndir ofurkarlmennsku eru mjög algengar í fjölmiðlum, ekki síst í auglýsingum, en það normgerir og styrkir enn frekar ofurkarlmennskuhugmyndir og einkenni. Rannsóknir sýna að birtingarmyndir karlmennsku í fjölmiðlum eru þó mjög ólíkar eftir því hver markhópur efnisins er. Ungir menn og menn af lægri stéttum samfélagsins eru mun líklegri en aðrir til að sjá ofurkarlmennsku hampað í auglýsingum og sjónvarpsefni, en það eru einmitt hóparnir tveir sem eru í mestri áhættu á að tileinka sér ofurkarlmennsku.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24245


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf478.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA_AuðurÁsbjörnsdóttir.pdf435.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna