is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24248

Titill: 
 • Djass og rokk. Ógn við stöðu Íslands sem siðmenntaðrar evrópskrar þjóðar 1935-1960?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Langt fram eftir öldum var Norður-Atlantshaf og Ísland óskilgreint svæði í augum Evrópubúa. Landið virtist ekki tilheyra hinum siðmenntaða evrópska heimi þrátt fyrir að þar byggju hvítir, norrænir menn með sögulega tengingu við Evrópu. Íslendingar voru taldir frumstæðir í háttum, siðum og samskiptum og ekki hjálpaði óreiðukennd náttúran orðsporinu. Íbúar álfunnar notuðust gjarnan við orðræðu sem skipti heiminum í „okkur“, „siðmenntaða“ Evrópu, og „hina“ sem samanstóð af hinum „ósiðmenntaða“ heimi. Íslendingar töldu sig hluta af skilgreiningunni „okkur“, en íbúar meginlandsins voru á öndverðum meiði. Lögðu Íslendingar mikla áherslu á að tengjast Evrópu og sýna fram á að þeir væru siðmenntuð þjóð.
  Um aldamótin 1900 þróaðist tónlistarstefna meðal hörundsdökkra manna í Suðurríkjum Bandaríkjanna og fékk nafnið djass. Eftir fyrri heimsstyrjöldina barst stefnan til meginlands Evrópu og að lokum til Íslands. Um miðjan fjórða áratuginn þegar vinsældir djassins tóku að aukast hérlendis harnaði andstaðan við hana að sama skapi. Tónlistargagnrýnendur, menningarvitar og aðrir er töldust til efri og menntastétta þjóðfélagsins gengu hart gegn djassinum og spegluðu hann við klassíska tónlist. Var tónlistarstefnunum skipt í æðri og óæðri tónlist til að aðgreina þær. Önnur stefnan var fáguð, hrein og andleg en hin var frumstæð, ljót og líkamleg. Rétt eins og skilgreining Evrópubúa á „okkur“ og „hinum“. Með því að tengja Ísland við æðri tónlist og hafna hinni óæðri, staðsettu íslenskir menningarvitar Ísland innan Evrópu. Þessi orðræða varð vopn þeirra til að sýna fram á að Ísland tilheyrði í raun siðmenntaðri Evrópu. Menningarvitunum var því mikið í mun að Íslendingar hlustuðu ekki á djass, enda hlusta siðmenntaðar þjóðir ekki á óæðri tónlist.
  Þegar rokkið tók við af djassinum seint á 6. áratugnum breyttust viðhorf gagnrýnendanna og umræðan tók á sig þjóðlegri blæ. Þá hafði Ísland sannarlega tryggt sér sess meðal evrópskra siðmenntaðra þjóða og engin hætta á að íbúar landsins yrðu flokkaðir sem „hinir“.

 • Útdráttur er á ensku

  For centuries Iceland remained an undefined territory in the eyes of European observers. To them, Iceland seemed to be outside of what was generally regarded as the civilized Europe, despite of being inhabited by „white“, Nordic peoples, with clear historical and cultural connection to Europe. Their customs and etiquettes were considered primitive, just as the Icelandic chaotic and harsh environment and climate. This reflected the European tradition to divide the world into „us“, representing the „civilized“ Europe, and the „others“, which referred to the „uncivilized“ rest of the world. The Icelanders passionately believed that they belonged to the first group, „us“, while most Europeans seemed to disagree. Subsequently, the Icelanders tried to emphasize their connection with Europe thus revealing their acclaimed civilized ways.
  At the turn of the 20th century, nurtured by people of African descent in the New Orleans area, jazz grew to become a specific musical genre. After the First World War, jazz spread to Europe, and eventually to Iceland. In the mid-1930s when jazz gained popularity in Iceland the opposition towards it increased. Music critics, intellectuals, and upper class commentators critized jazz harshly and contrasted it to classical music. The two genres were divided into superior and inferior music, jazz being the latter. Classical music was considered refined, pure and spiritual, while jazz was considered primitive, raw, and physical – even sexual. This matched the European stereotypes of „us“ and „them“. By associating Iceland with superior music, and therefor rejecting jazz, Icelandic intellectuals attempted to place Iceland inside the „us“ definition. This discourse became their weapon in doing so.
  When rock and roll replaced jazz as the „the other“ music in the late fifties, the criticism changed and became centered around Icelandic values rather than issues of European civilization. By that time Iceland had secured its place as a civilized European nation and the danger of being categorized as „others“ seemed to have disappeared.

Samþykkt: 
 • 6.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24248


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Djass og rokk.pdf407.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_HilmarRafn.pdf308.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF