is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2425

Titill: 
  • Einangrun annars stigs efna úr lækjableðlu (Jungermannia exsertifolia)
  • Titill er á ensku Isolation of secondary metabolites from Jungermannia exsertifolia
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Soppmosar (Hepaticae) tilheyra mosafylkingunni Bryophyta og hafa fundist yfir sex
    þúsund tegundir soppmosa um allan heim. Þeir eru frumstæðastir allra landplantna þar sem
    bæði laufin og þölin eru aðeins eitt eða örfá frumulög að þykkt en innihalda flókna
    samsetningu af annars stigs efnasamböndum.
    Markmið þessa verkefnis var að úrhluta, einangra og byggingargreina annars stigs
    efnasambönd úr soppmosanum lækjableðlu (Jungermannia exsertifolia) í þeim tilgangi að
    öðlast meiri þekkingu á efnainnihaldi plöntunnar (e. phytochemical analysis). Rannsóknin
    er hluti af stærra verkefni sem fjallar um rannsóknir á lífvirkum efnum úr íslenskum
    soppmosum.
    Lækjableðla var tínd, hreinsuð, þurrkuð og möluð. Hún var úrhlutuð með díetýleter
    í 7 daga. Plöntuextraktið var þáttað með VLC í ferðafasanum Hexan:EtOAc í breytilegum
    hlutföllum. Einstaka þættir úr VLC keyrslu voru keyrðir í gegnum súlu með Sephadex LH-
    20 með ferðafasanum CH2Cl2:MeOH í hlutföllunum 1:1. Þættir voru greindir með
    þunnlagsgreiningu (TLC) og valdir þættir aðskildir með háþrýstivökvagreiningu (HPLC).
    Áhugaverðum toppum var safnað og þeir greindir frekar með kjarnsegulgreiningu (NMR).
    Vonir stóðu til þess að einangra lífvirk annars stigs efni svo sem ent-kaurena sem
    síðar yrðu prófuð með tilliti til malaríu og krabbameinshemjandi virkni. Þau efni sem voru
    einangruð í þessari rannsókn voru hins vegar alýfatískar fitur og efnasambönd af flokki
    blaðgræna a (e. chlorophyll a).
    Ekki vannst tími til að skoða nema tvo af 34 VLC þáttum plöntuextraktsins nánar
    og því ljóst að ent-kauren efnasambönd gæti verið að finna í öðrum þáttum. Niðurstöður
    rannsóknarinnar auka þekkingu á efnainnihaldi íslenskrar lækjableðlu og munu án efa
    reynast gagnlegar við áframhaldandi efnagreiningu á þessum forna soppmosa.

Samþykkt: 
  • 4.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2425


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einangrun annars stigs efna úr lækjableðlu (Jungermannia exsertifolia).pdf2.17 MBLokaðurHeildartextiPDF
Viðaukar fyrir ritgerðina Einangrun annars stigs efna úr lækjableðlu (Jungermannia exsertifolia).pdf12.68 MBLokaðurViðaukiPDF