is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24250

Titill: 
  • Uggur og andstyggð í Las Vegas: Villimannslegt ferðalag að hjarta ameríska draumsins. Íslensk þýðing skáldsögunnar Fear and Loathing in Las Vegas eftir Hunter S. Thompson ásamt formála og viðauka
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er lokaverkefni til meistaraprófs í ritlist við Háskóla Íslands. Það er þýðing á skáldsögunni Fear and Loathing in Las Vegas eftir bandaríska rithöfundinn og blaðamanninn Hunter S. Thompson. Verkið kom fyrst út árið 1971 í tímaritinu Rolling Stone en verk hans hafa aldrei fyrr en nú birst í íslenskri þýðingu. Á undan þýðingunni er að finna formála sem fjallar um ýmis atriði er varða skáldsöguna í fræðilegu samhengi en auk þess gerð er grein fyrir stíleinkennum höfundar, þýðingarvinnunni og vanda hennar. Verkinu fylgir að lokum viðauki með skrá yfir nöfn þeirra einstaklinga og vímuefna sem nefnd eru í sögunni auk skýringa.
    Hunter Stockton Thompson fæddist árið 1937 í Louisville í Kentucky-fylki í Bandaríkjunum. Hans ætlaði sér mikil afrek á ritvellinum og tók snemma að starfa sem blaðamaður. Á sjöunda áratugnum tók hann þátt í að móta stefnu „nýblaðamennskunnar“ (e. new journalism) sem var hópur róttækra blaðamanna í Bandaríkjunum sem beittu skáldlegum vinnubrögðum við skrif sín. Stíll Thompsons tók fljótlega að finna sinn eigin farveg og varð síðar betur þekktur sem „gonzo“-blaðamennska. Meðal helstu verka hans eru Fear and Loathing in Las Vegas, Hell‘s Angels, Fear and Loathing on the Campaign Trail ’72 og The Proud Higway. Thompson bjó lengst af á sveitasetri í Woody Creek nærri bænum Aspen í Colorado-fylki, eða allt þar til hann féll fyrir eigin hendi árið 2005.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24250


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_Jóhannes_LOKA.pdf1.01 MBLokaður til...18.07.2100HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Jóhannes.pdf307.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF