is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24253

Titill: 
  • Ákvæði CRD IV tilskipunar 2013/36/ESB um uppljóstrunarkerfi. Saga uppljóstrunar, erlend framkvæmd og innleiðing í íslenskan rétt
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Um uppljóstrun er að ræða þegar aðili kemur á framfæri ábendingu um ólögmæta háttsemi sem kann að skaða hagsmuni almennings. Uppljóstrarinn er því sá sem kemur upplýsingum á yfirborðið sem ætlað er að halda leyndum. Réttarstaða uppljóstrara hefur lengi verið talin veik og virðast þeir í mörgum tilfellum eiga hættu á að verða fyrir hefndum komi þeir á framfæri ábendingum um ólögmæta háttsemi. Undanfarin ár hefur þó mátt greina fyrir ákveðinni viðhorfsbreytingu á alþjóðavettvangi gagnvart uppljóstrurum og rétti þeirra til verndar gegn óvæginni meðferð.
    Í CRD IV tilskipun 2013/36/ESB (hér eftir tilskipun CRD IV) er í 71. gr. mælt fyrir um skyldu stjórnvalda til að koma á fót skilvirku kerfi sem geri aðilum kleift að koma á framfæri ábendingu um brot á ákvæðum tilskipunarinnar. Með ákvæðinu er aðildarríkjum einnig gert að skylda fjármálafyrirtæki til að koma á fót sams konar kerfi sem tryggi að starfsfólk geti komið á framfæri ábendingum um ólögmæta háttsemi, sem eigi sér stað innan vinnustaða, í gegnum sjálfstæða og óháða boðleið.
    Í þessari ritgerð verður greint nánar frá hugtakinu uppljóstrun og réttarstöðu uppljóstrara á heimsvísu. Fjallað verður um hvernig standa skuli að innleiðingu 71. gr. tilskipunar CRD IV í landsrétt og leitast við að greina hvort tilskipunin veiti ríkinu svigrúm til að aðlaga ákvæðið að sínum þörfum og hagsmunum. Einnig verður litið yfir erlendan rétt í því skyni að kanna hvaða leiðir nágrannaríki okkar hafa farið við innleiðingu ákvæðisins í landsrétt. Lagaframkvæmd Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar verður skoðuð ásamt því að litið verður yfir framkvæmd Bretlands í ljósi þess hve rótgróna löggjöf og mikla reynslu þeir hafa á þessu sviði. Að því frágengnu verða lagðar fram tillögur að innleiðingu 71. gr. tilskipunar CRD IV í íslenskan rétt. Þannig verða lögð fram drög að ákvæðum og þau í framhaldinu skýrð nánar. Að endingu verða niðurstöður dregnar saman.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24253


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð.pdf1.08 MBLokaður til...05.05.2030HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Ragnheiður.pdf305.63 kBLokaðurYfirlýsingPDF