is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24254

Titill: 
 • Um áhrif breytinga á ríkisyfirráðum samkvæmt reglum þjóðaréttar
 • Titill er á ensku The effects of state succession under public international law
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ríki hafa frá upphafi tekið breytingum og hafa slíkar breytingar í för með sér stækkun annars ríkis eða myndun eins eða fleiri nýrra ríkja. Þá heldur það ríki sem missir ríkisyfirráð yfir landsvæði ýmist þjóðréttarlegri stöðu sinni í kjölfarið eða hættir að vera til. Breytingar sem þessar á grundvallarskipulagi samfélagsins hafa ekki eingöngu áhrif í samskiptum milli ríkja heldur kunna einnig að hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir einstaklinga og lögaðila. Álitamál vakna um hvort og að hvaða marki réttindi og skuldbindingar hins eldra ríkis yfirfærist til þess ríkis sem tekur við fullveldisyfirráðum. Í ljósi þess hversu afdrifaríkar afleiðingar breytingar á ríkisyfirráðum kunna að hafa í för með sér er mikilvægt er að greina hvaða reglur gilda í þeim tilvikum þegar ríki ná ekki samkomulagi. Tvær meginkenningar eru ríkjandi á þessu sviði, annars vegar erfðakenningin gerir ráð fyrir fullri arftöku réttinda og skuldbindinga en hins vegar kenningin um hreint borð sem hafnar slíkri sjálfkrafa arftöku. Þá hafa tveir þjóðréttarsamningar verið gerðir um efnið, annar vegar Vínarsamningur frá 1978 um afdrif þjóðréttarsamninga við breytingar á ríkisyfirráðum og hins vegar Vínarsamningur frá 1983 um afdrif ríkisskulda, eigna og skjalasafna við slíkar breytingar. Samningarnir hafa hlotið dræmar undirtektir meðal ríkja og er venjuréttur sérstaklega mikilvægur á þessu réttarsviði.
  Í þessari umfjöllun leitast höfundur við að varpa ljósi á þær reglur sem gilda við breytingar á ríkisyfirráðum með því að greina skráðar reglur, dómaframkvæmd sem og framkvæmd ríkja á þessu réttarsviði. Fyrst verður veitt yfirlit um helstu tegundir landfræðilegra breytinga og álitamál tengd þjóðréttaraðild ríkja í þessu sambandi. Jafnframt verður fjallað almennt um réttaráhrif slíkra breytinga og þær meginkenningar sem liggja að baki reglum á þessu sviði. Því næst verður vikið að reglum um afdrif hinna ýmsu réttinda og skuldbindinga ríkja svo sem í sambandi við þjóðréttarsamninga, aðild að alþjóðastofnunum og afdrif ríkisskulda og eigna. Ennfremur verður fjallað um áhrif slíkra breytinga á ríkisfang einstaklinga og ýmis samningsbundin fjárhagsleg réttindi einkaaðila auk þess sem varpað verður ljósi á afdrif krafna vegna ábyrgðar ríkja. Að lokum verður leitast við að varpa ljósi á stöðu Íslands í þessu sambandi einkum hvað varðar áhrif sjálfstæðis Íslands frá Danmörku á árunum 1918-1944.
  Samandregið er það niðurstaða höfundar að skráðar reglur á þessu sviði endurspegla ekki að öllu leyti framkvæmd ríkja þó að sumar reglur geti talist hafa öðlast stöðu þjóðréttarvenju. Engin algild regla gildir um áhrif slíkra breytinga og virðist niðurstaða ráðast af mati á aðstæðum hverju sinni með hliðsjón af stjórnmálalegum veruleika. Skiptir í því sambandi grundvallarmáli hvort slíkar breytingar gerist á friðsamlegan hátt eða ekki og hvort hið eldra ríki haldi þjóðréttarlegri stöðu sinni að einhverju leyti við slíkar breytingar. Þó er hægt að greina ákveðin viðmið á sviði þjóðaréttar sem ríki leitast við að fylgja við slíkar aðstæður enda er áframhald skuldbindinga nauðsynlegur þáttur í að viðhalda friðsamlegum samskiptum milli ríkja. Aukin áhersla á mannréttindavernd hefur einnig spilað stórt hlutverk við þróun reglna á þessu sviði og hefur í auknum mæli verið litið svo á að ákveðin réttindi fylgi þeirri þjóð sem býr á umræddu landsvæði óháð breytingum á ríkisyfirráðum.

 • Útdráttur er á ensku

  States have throughout history undergone various kinds of territorial changes which can lead to the enlargement of another state or a creation of one or more new states. As a result the predecessor state can either continue its international personality or dissolve. Such alterations of the fundamental structure of society not only affect rights and obligations of states but can also have significant impact on the rights of private persons. This leads to the important issue on whether such rights and obligations devolve upon the successor state. It is therefore of great relevance to analyse the rules on state succession in those instances where states do not reach an agreement. Two main legal theories underpin the law on state succession. The universal succession theory predicts complete inheritance of the rights and obligations of the predecessor state. The clean slate theory on the other hand presumes the discontinuty of such rights and obligations. Two conventions have been made on the subject, the 1978 Vienna convention on succession of states in respect of treaties and 1983 Vienna convention on succession of states in respect of state property, archives and debts. Customary law is particularly relevant in this area as the treaties have not obtained widespread support among states.
  In this paper the author seeks to shed light on the law of state succession by analysing relevant written rules, jurisprudence and state practice, First there will be provided a summary on various types of territorial changes and matters regarding international personality of states. Furthermore the paper will include a general discussion on the law on state succession and the main theories underpinning the rules in this field. Then the focus will be shifted to specific categories particularly regarding affect on treaties, membership in international organisations, state property and debts, nationality of natural persons, aquired rights and international responsibility. Finally the author will examine the independance of Iceland from Denmark 1918-1944 in this context.
  The author draws the main conclusion that written rules on the law of state succession do not generally reflect state practice although some rules can be considered as reflective of customary international law. There is a lack of an universal rule in this area and the outcome in each case seems to depend on the evaluation of the various influencial factors dominated by political reality. Furthermore it is of fundamental importance whether such changes occur peacefully or not and whether a state continues its international personality despite the changes. However states appear to follow certain norms provided for in international law in such circumstances. States often prefer to honour the obligations of the predecessor state due to the importance of stability in international relations. Increased emphasis on human rights has also been a great influence in the evolution on the law of state succession and there is a growing consensus in the direction of considering some rights as belonging to the people regardless of sovereignty changes.

Samþykkt: 
 • 6.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24254


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hulda_Solrun_Bjarnadottir_MA_Um_ahrif_breytinga_a_rikisyfirradum_samkvæmt_reglum_þjodarettar.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Hulda lokaverkefni_1.pdf487.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF