is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24256

Titill: 
 • Sáttamiðlun í fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Geta prestar verið sáttamenn samkvæmt 33. gr. a barnalaga?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Prestar gegna veigamiklu hlutverki þegar hjón ákveða að slíta hjúskap sínum. Aðkoma presta í þessum tilvikum felst í því að hitta hjónin saman og kanna hvort forsendur hjónabandsins séu brostnar eða hvort möguleiki sé á sáttum. Reynist sættir ekki inni í myndinni gefur presturinn út svokallað sáttavottorð, sem parinu er skylt að leggja fram hjá sýslumanni við fyrirtöku hjónaskilnaðarmálsins, ef þau eiga börn undir lögaldri.
  Samkvæmt barnalögum er skylt að leita sátta með foreldrum áður en sýslumaður úrskurðar í ágreiningi er snýr að börnum. Sýslumenn annast þá sáttameðferð en heimilt er að leita til annarra sáttamanna, sem hafa sérfræðiþekkingu í sáttameðferð og málefnum barna. Í ritgerðinni er m.a. sjónum beint að því hvort prestar geti verið sáttamenn samkvæmt barnalögum.
  Sáttamiðlun og sálgæsla í vinnuumhverfi kirkjunnar eru lykilhugtök varðandi efni þessarar ritgerðar. Hvað felst í sálgæslu annars vegar og sáttamiðlun hins vegar og hvað greinir þar á milli? Hvernig er sáttaskyldum hjúskaparlaga sinnt af hálfu presta? Er raunverulega reynt að ná sáttum í þessum kringumstæðum? Hafa prestar mögulega hlutverki að gegna sem sáttamenn samkvæmt barnalögum og hvað þarf þá til að koma?
  Í ritgerðinni verður fjallað um þessi atriði og rannsóknarspurningin er: Geta prestar verið sáttamenn samkvæmt 33. gr. a barnalaga?
  Höfundur gerði rannsókn sem fólst í því að taka viðtöl við starfsmenn þjóðkirkjunnar og kanna með hvaða hætti viðmælendur líta á aðkomu sína í þessum málum. Viðmælendur voru sex og allir sóknarprestar nema einn.
  Í viðtölunum var farið yfir menntun, endurmenntun, handleiðslu, reynslu og þekkingu viðmælenda á þessu sviði og hvaða aðferðum þeir beita til að stuðla að sáttum og hvort og þá hvernig þeir telja að vænlegast sé að tryggja hagsmuni barna við skilnað foreldra. Við greiningu gagna er sérstaklega skimað eftir nýtingu viðmælenda á aðferðum sáttamiðlunar og gögn flokkuð eftir því hvort viðmælandi hafi lært sáttamiðlun. Niðurstöður endurspegla m.a. notkun viðmælenda á sáttamiðlun og hvernig sáttamiðlun nýtist þeim almennt í starfi til viðbótar við sálgæsluviðtöl vegna skilnaðar.
  Hlutverk presta sem sáttamanna rammar inn rannsóknarefnið og verður rannsóknarspurningunni svarað í lok ritgerðar

Samþykkt: 
 • 6.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24256


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KLO_final.pdf804.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna