is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24269

Titill: 
  • Almenn kvíðaröskun á meðal ungmenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Ritgerðin er hefðbundin heimildarritgerð sem skiptist í fimm meginkafla sem leitast allir við það að svara tveimur rannsóknarspurningum. Fyrri rannsóknarspurningin spyr að því hvernig almenn kvíðaröskun leggst á ungmenni, þá er hvernig almenn kvíðaröskun lýsir sér hjá ungmennum og sú seinni leitast við að varpa ljósi á það hvernig meðferðarúrræði hjálpa ungmennum með almenna kvíðaröskun. Í ritgerðinni er gert grein fyrir almennri kvíðaröskun í heild sinni og meðferð við henni. Einnig verður fjallað um afleiðingar almennar kvíðaröskunar á ungmenni ásamt hugmyndafræði sem getur hjálpað ungmennum að ná tökum á röskuninni. Í lokin er gert grein fyrir þremur meðferðarúrræðum sem gott er að styðjast við í meðferðarvinnu með ungmennum sem glíma við almenna kvíðarsökun. Við gerð á ritgerðinni var notast við fræðilegar bækur og rit. Vert er að taka það fram að í þessari ritgerð eru ungmenni skilgreind sem einstaklingar á aldrinum 12 til 22 ára.
    Niðurstöður ritgerðar leiddu í ljós að almenn kvíðaröskun er afar algeng á meðal ungmenna og hefur hún margar mismunandi birtingarmyndir. Einnig leiddu niðurstöður í ljós að til eru þó nokkrar meðferðir og bjargir sem leitast við að aðstoða ungmenni í að ná bata. Ávallt þarf að meta hvaða meðferð einstaklingur á að fá eftir því hvað hentar honum best. Hugræn atferlismeðferð er talin vera ein algengasta meðferðin við almennri kvíðaröskun ungmenna. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að þrátt fyrir að meðferð sé mikilvæg þegar kemur að bata ungmenna sem glíma við almenna kvíðaröskun eru aðrir eiginleikar sem gott er fyrir þau að tileinka sér. Má þar nefna hugmyndafræði á borð við seiglu, styrkleika nálgun og lausnamiðuð nálgun. Hugmyndafræðin getur einnig komið að góðum notum í meðferðarvinnu með ungmennum sem glíma við almenna kvíðaröskun.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24269


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Almenn kvíðaröskun á meðal ungmenna.pdf500.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf275.29 kBLokaðurYfirlýsingPDF