is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24277

Titill: 
  • Móðir með mæðrum. Áhrif mömmuhópa á sjálfsmynd mæðra með fyrsta barn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni höfundar til BA-gráðu í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er leitast við að skoða sjálfsmynd mæðra. Sérstaklega er kastljósinu beint að frumbyrjum með barn á fyrsta ári og hvernig svokallaðir mömmuhópar á Facebook hafa áhrif á sjálfsmynd þeirra. Til að skoða það var framkvæmd eigindleg rannsókn á fimm mæðrum með fyrsta barn og tengsl Facebook mömmuhópa og sjálfsmyndar skoðuð. Rannsóknin var framkvæmd með hálf-opnum viðtölum við mæðurnar og þau síðar afrituð og greind. Einnig voru fyrri kenningar og rannsóknir notaðar til að varpa betur ljósi á viðfangsefnið. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að mömmuhópar á Facebook geta bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif á sjálfsmynd mæðra. Stuðningur innan hópanna hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra en öfund og afbrýðisemi hefur neikvæð áhrif á sjálfsmyndina. Einnig eru hóparnir sérstaklega mikilvægir fyrir frumbyrjur en þær leita þar eftir staðfestingu á að þær séu að standa sig vel í þessu nýja hlutverki sem móðir.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð.pdf650.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Heiðdís.pdf316.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF