en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/24279

Title: 
  • Title is in Icelandic Í íþróttafréttum er þetta helst. Samanburður á íþróttafréttum íslenskra og danskra dagblaða
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Fyrirferð íþrótta í fjölmiðlum hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og má með sanni segja, að fjölmiðlar og íþróttir séu tveir óaðskiljanlegir þættir í nútímasamfélagi. Sem mikill áhugamaður um íþróttir og fjölmiðla, þá hef ég veitt því eftirtekt að misræmið í íþróttafjölmiðlun er töluvert, þegar kemur að ákveðnum atriðum íþróttasviðsins. Þannig eru íþróttir karla mun meira til umfjöllunar en íþróttir kvenna á íþróttasíðum dagblaðanna, ákveðnar íþróttir eru mun fyrirferðarmeiri en aðrar og þá beinist umfjöllun dagblaðanna að ákveðnum svæðum á meðan önnur hljóta minni athygli.
    Markmiðið með þessu BA-verkefni var að innihaldsgreina fjögur dagblöð, tvö íslensk og tvö dönsk og athuga hvort munur væri á íþróttaumfjöllunum fjölmiðla, í þessum tveimur löndum. Til þess að rannsóknin gæfi sem áreiðanlegasta niðurstöðu voru valdar fjórar vikur, sem dreifðust jafnt yfir árið 2013 og útgáfublöð þeirra vikna innihaldsgreind. Íþróttafréttir þessara dagblaða voru flokkaðar eftir ákveðnum breytum, til þess að kanna betur það misræmi sem er til staðar, í ákveðnum þáttum íþróttaumfjöllunar. Afrakstur innihaldsgreiningarinnar var gríðarstórt gagnasafn, sem niðurstöðukafli þessarar ritgerðar byggir á.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær, að munurinn á fjölmiðlaumfjöllun íslenskra og danskra dagblaða af íþróttum er minni háttar. Í báðum löndum er hlutfall íþróttafrétta af konum mjög lágt, sömu íþróttir eru fyrirferðarmestar og þá er innlend umfjöllun í meirihluta. Vissulega greinir á milli í ákveðnum atriðum íþróttaumfjöllunarinnar, en í stórum dráttum er munurinn á íþróttafréttum íslenskra og danskra dagblaða minniháttar.

Accepted: 
  • May 6, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24279


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA-ritgerð - PDF.pdf296.17 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing_Eyjólfur.pdf310.87 kBLockedYfirlýsingPDF