en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24281

Title: 
  • Title is in Icelandic Þvinguð starfslok vegna örorku og hæfni til að lagast að breyttri stöðu
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar rannsóknar var að skoða stöðu og reynslu kvenna sem þurftu að hverfa af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Með þvinguðum starfslokum fylgja breytingar á hlutverkum og lífsháttum. Rannsóknarefnið beindist að því hvaða áhrif breytingarnar höfðu á líðan, félagslega þætti og aðlögunarhæfni.
    Viðbrögð þátttakenda við breyttum aðstæðum voru skoðuð út frá hugtakinu aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli meðal annars að með því að leggja fyrir þá könnunina á aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli (KANS), íslenskri útgáfu af þvermenningarlega mælitækinu Career Adapt-Ability Scale (CAAS). Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð sem byggir á viðtölum við sjö konur á örorku sem höfðu enga eða litla menntun eftir skyldunám.
    Niðurstöður sýndu jákvætt viðmót þátttakenda gagnvart vinnu, það er að þeir vildu almennt vera virkir á vinnumarkaði þrátt fyrir heilsubrest. Í ljós kom talsverður munur á milli aðlögunarhæfni þátttakenda, þar sem víddin stjórn hafði mest áhrif. Því meiri stjórn því farsælari urðu starfslok. Á heildina litið voru þátttakendur ánægðir með sinn starfsferil. Allir upplifðu þeir breytingar á lífshlutverkum og daglegum athöfnum í kjölfar heilsubrestsins. Flestir upplifðu minni samskipti við vini og ættinga sem gat leitt til einangrunar. Þátttakendur voru flestir ósáttir við að hefja starfslok og sumir upplifðu fordóma gagnvart öryrkjum.
    Niðurstöður geta gagnast náms- og starfsráðgjöfum þar sem þeir eru mikilvægur hlekkur og stuðningur í ráðgjöf við einstaklinga með skerta starfsgetu, í starfsendurhæfingu sem og ráðgjöf við starfslok.

Accepted: 
  • May 6, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24281


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
halla.pdf1.18 MBOpenHeildartextiPDFView/Open