Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24285
Í ritgerðinni er fjallað um nýstárlega kenningu á sviði heimspeki og fagurfræði sem nefnist hlutmiðuð verufræði (e. object-oriented ontology). Kenning þessi felur í sér að allt sé hlutur og upphafsmenn hennar færa rök fyrir því að orsakasamhengi eigi sér stað í vídd skynjunar. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir því hvað hlutmiðuð verufræði er og því sem skiptir máli til þess að öðlast skilning á fyrirbærinu. Ritgerðin rekur í þeim tilgangi þræði raunhyggju og rökhyggju fortíðarinnar. Inn í þetta fléttast uppgötvanir á sviði eðlisfræði á 20. öld auk þess sem hlutmiðuð verufræði er sett í samhengi við heimspekilega orðræðu og listsköpun í samtímanum.
This thesis analyzes new theories in philosophy and aesthetics named Object-Oriented Ontology (OOO), which consider everything to be an object and argue that causality happens in the aesthetic dimension. The thesis outlines the scope of OOO and its discourse and in order to clarify its content discusses empiricism and rationalism of the past, as well as new discoveries in quantum physics and contemporary discourse within philosophy and visual art.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sigrún Inga Hrólfsdóttir.pdf | 1.03 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_SigrúnInga.pdf | 301.95 kB | Lokaður | Yfirlýsing |