is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24288

Titill: 
  • Söfn, heilsa og velferð: Pop-Up Geðheilsa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um tengslin milli menningar og heilsu, með sérstakri áherslu á tengslin milli safna og geðheilsu. Með auknu upplýsingaflæði og samfélagslegum breytingum hefur áhersla á mikilvægi og hlutverk safna aukist og breyst. Þessi nálgun kallast hin nýja safnafræði. Einfaldasta skilgreiningin á þessari nálgun er sú að hún snúist meira um tilgang safna en ekki um aðferðir þeirra. Vegna þessarar nýju nálgunar hafa safnastarfsmenn reynt mismunandi leiðir og nálganir til að koma til móts við þarfir nútímasamfélaga. Ein af þeim nálgunum kallast heilsusafnafræði. Rannsóknir sýna fram á mikla möguleika safna í tengslum við fyrirbyggjandi aðgerðir og sem meðferðarúrræði. Fjallað er um hvernig söfn hafa nýst sem meðferðarúrræði í tengslum við áföll, minnisglöp, áfallastreituröskun og geðheilsu svo dæmi megi taka. Pop-Up Geðheilsa er verkefni með það að markmiði að efla samskipti. Verkefnið er þróað sérstaklega í tengslum við þessa ritgerð til að prófa áfram þær hugmyndir sem fjallað er um innan heilsusafnafræði.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24288


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birna María Ásgeirsdóttir.pdf545.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna