is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24293

Titill: 
  • Afbrigðileg beiting sönnunarreglna í skaðabótarétti
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um sönnun í skaðabótamálum, þegar sönnunarreglum er beitt með afbrigðilegum hætti. Í umfjölluninni er tekið mið af skrifum fræðamanna auk þess sem hún byggir að miklu leyti á dómaframkvæmd.
    Sönnunarreglur í skaðabótamálum enurspegla hið frjáls sönnunarmat dómara, sbr. 44. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð einkamála. Sakarreglan er meginreglan um bótagrundvöll í íslenskum rétti þótt hún sé ólögfest. Til þess að tjón teljist bótaskylt samkvæmt sakarreglunni þarf tjónþoli að sanna að tjóni sé valdið með saknæmum hætti. Til þess að varnaraðili teljist bótaskyldur þarf tjónþoli því almennt að sýna fram á; að hann hafi orðið fyrir tjóni, að bótagrundvöllur sé fyrir hendi og að orsakatengsl sé á milli ætlaðs tjónsatburðar og tjóns.
    Þróun skaðabótaréttar síðustu áratugi hér á landi hefur aftur á móti verið sú að sakarreglunni hefur verið beitt með strangari sakarmati, til dæmis í málum er varða vinnuslys og sérfræðiábyrgð. Getur þá verið vikið frá hverju þeirra skilyrða sem tjónþoli þarf að sanna.
    Þegar vinnuveitanda ber að tilkynna slys en gerir það ekki, verður það stundum til þess að á brattann er að sækja við að sanna málsatvik. Ekki verða mál þá rannsökuð sem skyldi sem verður jafnvel til þess að óvissa verður um málsatvik. Þá þarf dómari að meta, hver eigi að bera hallann af þeim sönnunarskorti. Getur þá komið til þess, að málavaxtalýsing tjónþola verði lögð til grundvallar ef leiddar hafa verið líkur að sök hjá tjónvaldi. Einnig gætir þessarar afbrigðilegu beitingu oft í skaðabótamálum gegn sérfræðingum, og þá mest í málum er varða möguleg læknamistök. Í þeim tilvikum er stundum slakað á sönnunarkröfum til handa tjónþola um til dæmis orsakatengsl, ef leiddar hafa verið líkur á sök.
    Í ritgerðinni er í fyrstu farið yfir meginreglur skaðabótaréttar varðandi bótagrundvöll og almennar sönnunarreglur, en þar er stiklað á stóru. Meginefni ritgerðarinnar er, eins og heiti hennar gefur til kynna, umfjöllun um afbrigðilega beitingu sönnunarreglna þar sem skoðað er í hvaða tilvikum dómstólar víki helst frá almennum sönnunarreglum og hvernig beitingin lýsir sér. Einnig er farið yfir þau helstu svið sem sönnunarreglum er beitt með þessum hætti. Tekið er mið af skrifum fræðimanna auk þess sem umfjöllunin byggir að mestu leyti á dómaframkvæmd.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24293


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF til að skila2.pdf954,57 kBLokaður til...20.12.2050HeildartextiPDF
Yfirlýsing_ElísabetAnna.pdf293,07 kBLokaðurYfirlýsingPDF