Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24296
Tölulegar staðreyndir sýna að leikskólinn er nánast einkynja vinnustaður þar sem meirihluti starfsmanna eru konur. Karlar virðast eiga erfiðara með að færa sig yfir í störf sem skilgreind hafa verið sem kvenmannsstörf. Störf sem snúa að umönnun barna. Í þessari ritgerð verður notast við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem viðtöl eru tekinn við fimm karla sem starfa á leikskóla. Markmið rannsóknarinnar er að fá sýn þessara karla á leikskólastarfið og hvers vegna karlmenn eru svona fáir á leikskóla eins og raun ber vitni. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að samfélagið virðist ekki samþykkja það að karlar starfi á leikskóla. Það eru fordómar gagnvart því að karlar starfi á leikskóla. Fyrirvinnuhugmyndir virðast einnig spila stórt hlutverk. Karlar vilja geta séð fyrir sinni fjölskyldu og þá virðist leikskólastarfið ekki geta staðið undir þeim væntingum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA Ritgerd-Arnar.pdf | 7.26 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_ArnarFreyr.pdf | 306.4 kB | Lokaður | Yfirlýsing |