is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24297

Titill: 
  • Viðhorfskönnun meðal íbúa Vesturbyggðar fyrir bókasafns- og upplýsingaþjónustu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hér verður sagt frá megindlegri rannsókn sem gerð var meðal íbúa sveitarfélagsins Vesturbyggðar. Markmiðið var að fá fram viðhorf íbúanna gagnvart núverandi bókasafnsþjónustu og skoðunum á því hvernig þjónustu þeir vilja helst fá. Tilgangurinn með rannsókninni er að nýta niðurstöðurnar sem fást sem grunn að stefnumótunarvinnu fyrir bókasöfn Vesturbyggðar á Patreksfirði og Bíldudal. Rannsóknarspurningarnar voru tvær; hver er núverandi afstaða íbúa Vesturbyggðar til bókasafna sveitarfélagsins og hvaða þjónustuþætti telja íbúarnir að leggja eigi áherslu á við framtíðarþróun bókasafnanna? Bókasöfn Vesturbyggðar eru lítil almenningsbókasöfn í fámennum samfélögum. Lítið er til af heimildum um þá gerð bókasafna á Íslandi. Því er einna helst vitnað í erlendar heimildir en einnig voru tekin viðtöl við nokkra einstaklinga í sveitarfélaginu til að fá nánari upplýsingar um stöðu mála. Rannsóknin var unnin veturinn 2015-2016, könnunin sjálf var send til 717 íbúa 18 ára og eldri í febrúar 2016 á íslensku, ensku og pólsku. Svarhlutfallið var 23,15%. Sökum þess hver fáir spurningalistar á pólsku bárust til baka voru allar niðurstöður greindar eftir heildarsvörun óháð tungumálum, þó voru nokkrar breytur skoðaðar sérstaklega eftir aldri, kyni, menntun og búsetu innan sveitarfélagsins. Niðurstöðurnar sýna að meirihluti svarenda nota bókasöfnin ekki en hafa samt sem áður skoðanir á því hvernig þjónustu þeir vilja. Rétt rúmur meirihluti þeirra sem nota bókasöfnin eru nokkuð eða mjög ánægðir með þjónustuna eins og hún er. Þjónustuþættir sem flestir myndu nýta sér ef þeir væru í boði, fyrir utan hefðbundið efni eins og bækur og hljóðbækur, eru menningarviðburðir, dagskrá fyrir börn og fjölskyldur, aðstaða til að lesa tímarit og annað efni á staðnum og rýmri opnunartími.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24297


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MIS ritgerð Alda Davíðsdóttir.pdf966.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Alda.pdf283.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF