Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/24300
Í þessari ritgerð eru ferlar hnattvæðingar skoðaðir og þær breytingar sem þeim hefur fylgt hvað varðar fólksflutninga. Þá er sérstaklega fjallað um hugtökin þverþjóðleiki og díaspora, en þetta eru hugtök sem nýtast vel sem tæki til þess að skoða fólksflutninga á hnattrænum tíma og ná meðal annars utan um þau óstaðbundnu tengsl sem einstaklingar eiga nú í þvert á og óháð landamærum. Einnig er fjallað um hugtakið sjálfsmynd og kenning Bourdieu um habitus gerð góð skil. Skoðuð eru skrif nokkurra fræðimanna um staði, hvernig þeir geta verið mikilvægir einstaklingum og þeirra tilfinningu að tilheyra. Þá sérstaklega einstaklingum sem búsettir eru fjarri upprunalandi sínu en eiga þó í þverþjóðlegum tengslum. Í lokakafla ritgerðarinnar eru hugtökin sett í samhengi við upplifun einstaklinga í Kínversku dísporunni í Kínahverfinu í London.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Hlín Blöndal BA ritgerð lokaskjal RÉTT.pdf | 357.99 kB | Locked Until...2026/03/19 | Heildartexti | ||
hlín blöndal fyrir skemmu.pdf | 352.75 kB | Locked | Yfirlýsing |