is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24303

Titill: 
  • Samanburður á beinþéttnimælingum milli tveggja mismunandi DXA tækja, Hologic 4500 A og Hologic Horizon
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Mælingar á beinþéttni eru algengar og eru gerðar til þess að meta ástand beina, sérstaklega við greiningu á beinþynningu og til að meta áhættu á beinbrotum. Beinbrot sem eiga sér stað vegna beinþynningar er eitt alvarlegasta heilsufarsvandamál á meðal aldraðra og hefur mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga. Beinbrot hafa auk þess í för með sér gífurlegan kostnað fyrir samfélagið. Mikilvæg leið til forvarnar gegn beinbrotum af völdum beinþynningar er mæling á beinþéttni.
    Markmið: Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Annars vegar samanburður á beinþéttnimælingum tveggja beinþéttnismælitækja Hologic 4500 A og Hologic Horizon. Hins vegar mat á endurtekningarhæfni Hologic Horizon tækis.
    Efni og aðferðir: Þátttakendur voru 20 talsins, 10 karlar og 10 konur. Allir þátttakendurnir höfðu áður komið í beinþéttnimælingu í Hologic 4500 A og komu svo í seinni mælingu á nýju tæki, Hologic Horizon. Meðaltal og staðalfrávik var fundið fyrir allar skoðaðar breytur. Til að finna fylgnistuðul beinþéttnimælinganna á milli tækjanna tveggja var notað Pearson próf og til að athuga hvort tölfræðilegur marktækur munur væri var gert parað t-próf en marktækni var miðuð við p<0,05. Dreifing mælinga var sýnd með Bland og Altman grafi. Á Bland og Altman grafinu sést á hvaða bili mismunur mælinganna lenda í 95% tilvika þar sem neðri punktalínan táknar neðri mörk og efri punktalínan táknar þá efri mörk mælinga. Jafnframt var metinn breytileiki innan tækisins, Hologic Horizon, en það var gert með því að mæla líkan 20 sinnum og reiknaður breytileikastuðullinn á meðalbeinþéttni og staðalfráviki tveggja mælinga í hverjum liðbol beinþéttnilíkansins.
    Niðurstöður: Tímabilið á milli fyrri og seinni mælinga var að meðaltali um 390 dagar. Fylgni á milli mælinga sem gerðar voru í Hologic 4500 A og Hologic Horizon var mjög há og jákvæð. Tölfræðilegur marktækur munur mældist ekki á milli mælinga í lendhrygg (p=0,55) en marktækur munur mælidst í heildarmjöðm (p= 0,002) og lærleggshálsi (p= 0,001). Endurtekningarhæfni Hologic Horizon tækisins var mæld með því að gera 20 mælingar af sama beinþéttnilíkani sem er byggt upp eins og lendhryggur af svæðinu L1 til L4. Meðaltalið af BMD mælingu var 0,97 g/cm2 og staðalfrávikið er 0,00 g/cm2 en í BMC er meðaltalið 53,59 g og staðalfrávikið er 0,01 g. Breytileikastuðullinn hjá BMD var 0,00% og breytileikastuðullinn hjá BMC var 0,03%. Endurtekningarhæfnin var þá 100% í BMD og 99,99% í BMC.
    Ályktanir: Þar sem fylgni mælinga á milli tækjanna var mjög há og breytileikastuðull lágur benda niðurstöðurnar til þess að hægt sé að fylgja þróun beinþéttni eftir hjá þeim einstaklingum sem eiga mælingar frá Hologic 4500 A með mælingum sem gerðar verða með Hologic Horizon. Þetta tryggir öryggi í meðferðarúrræði og eftirfylgni einstaklinga.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24303


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni pdf.pdf828.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna