Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24313
Markmið rannsóknarinnar er að skoða þau félagslegu ferli sem geta farið af stað þegar nauðgun er kærð í litlu bæjarfélagi á Íslandi. Rannsóknin skoðar bæði reynslu stúlkna sem kært hafa nauðgun og viðbrögð bæjarbúa við kærunni sem og upplifun þeirra.
Um er að ræða tilviksrannsókn (e. case study) þar sem tvö tilvik eru skoðuð. Gagnasöfnun fór fram með viðtölum.Þátttakendur voru tvær konur sem kært höfðu nauðgun þegar þær voru á unglingsaldri og aðrir einstaklingar sem bjuggu í bæjarfélaginu þegar atburðurinn átti sér stað.
Niðurstöður sýna að konunum var refsað í kjölfarið af öðrum bæjarbúum, svo sem með líkamlegu ofbeldi, hunsun, svipbrigðum, nafnaköllum og illu umtali. Hluti bæjarbúa tóku ekki afstöðu með stúlkunum af ótta við afleiðingarnar. Athygli vekur að aðrar stúlkur voru einna virkastar í að refsa stúlkunum. Stúlkurnar fluttu báðar úr bæjarfélaginu vegna þess mótlætis sem þær upplifðu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA_taka2.pdf | 784,35 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |