is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24319

Titill: 
  • „Tíminn er einhvern veginn ekki til þarna.“ Rannsókn á sagna og kvæðalist í fjallferðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Megin-áhersla þessarar ritgerðar verður á nútímasagnaflutning. Skoðaður verður hópur manna sem fara ferðir ár hvert inn á Biskupstungnaafrétt í byrjun október þegar réttað hefur verið í Tungnaréttum. Einblínt verður sérstaklega á þá hefð að segja sögur, sem þessir menn hafa gert lengi í sinn hóp. Skoðað verður sérstaklega hvaða þýðingu þessar stundir inni á afrétt hafa fyrir hópinn. Nútímasagnaflutningur verður og skoðaður með hliðsjón af kenningum fræðimanna og rannsóknum á svipuðum hefðum annars staðar. Þá verður farið í saumana á þeim helstu atriðum sem virkja þessa nútímasagnamenn einu sinni á ári og þær kringumstæður sem koma af stað þessari athöfn inni á afrétt og hvað hefðin þýðir fyrir þennan ákveðna hóp manna. Einnig verða ræddir kostir og gallar þess að taka viðtal af þessu tagi. Ferli ferðarinnar verður rakið og dregin fram þau atriði sem fram komu í hópviðtali við sjö menn úr hópnum sem var til rannsóknar. Út frá viðtalinu verður leitast við að greina hefðir mannanna út frá orðaforða, sögum, vísum og samskiptum hópsins með nálgun helstu fræðinga á sviði munnlegra þjóðfræða.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erna vigdís Kristjánsdóttir BA ritgerð.pdf629.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_ErnaVigdís.pdf300.44 kBLokaðurYfirlýsingPDF