is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24322

Titill: 
  • Karlmenn og karlmennska: Áhrif karlmennskuímynda á karlmenn í japönsku nútíma samfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í japönsku samfélagi er óneitanlegur munur á félagslegri stöðu og möguleikum á milli kynjanna, m.a. fjárhagslega þar sem í flestum tilfellum eru karlmenn með töluvert hærri meðallaun en konur, og því upplifa flestir að þetta ójafnvægi sé karlmönnum í hag. Samt sem áður er þetta ekki eins einfalt og það virkar í upphafi því miklar takmarkanir fylgja því að vera karlmaður og hugmyndir samfélagsins um karlmennsku hafa áhrif á daglegt líf karlmanna. Strax frá unga aldri er þeim kennt að fela sínar innri tilfinningar, jafnvel fyrir sínum allra nánustu, ásamt því að fylgja föstu sniðmáti um það hvernig karlmenn ‘eiga að vera’ í japönsku samfélagi. Þrátt fyrir það hafa fjölbreyttari form karlmennsku komið á sjónarsviðið og yngri kynslóðir reyna að skilgreina sig og sína karlmennsku þannig hún falli bæði að samfélagsviðmiðum, ásamt þeirra eigin viðmiðum í hinu formfasta samfélagi Japans.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24322


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Karlmenn-SMR.pdf804.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_SóleyMargrét.pdf300.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF