Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/24324
Þessi ritgerð er lögð til BA-prófs í íslensku sem öðru máli við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um sterk tvíkvæð karlkynsorð sem enda á -il-, -ul- eða -al- og beygingu orðanna. Slík orð eru stundum mynduð með viðskeyti af sagnorðum eða nafnorðum en alls ekki alltaf. Aðalviðfangsefni ritgerðarinnar er tvíkvæð karlmannsnöfn sem enda á -il-, -ul- eða -al-. Í mannanafnaskrá 1. janúar 2016 voru sextán karlmannsnöfn sem hafa þessar endingar.
Farið er yfir fræðilegar forsendur í öðrum kafla. Fjallað er almennt um beygingu sterkra tvíkvæðra karlkynsorða sem enda á -il-, -ul- eða -al-. Aðaláherslan er á þágufall eintölu. Auk þess er getið um orðmyndunaraðferðir og viðskeyti. Í þriðja kafla eru sextán karlmannsnöfn skoðuð ein og sér. Sagt er frá beygingu, uppruna og myndun þeirra. Að lokum í fjórða kafla eru þessi nöfn borin saman við nokkur nýyrði og tökuorð. Sérstaklega er rætt um beygingu nafnsins Kristall sem er frekar flókin. Í ljós kemur að til eru fleiri orð sem enda á -il-, -ul- eða -al- en beygjast þó ekki eftir þeim reglum sem rætt var um í öðrum kafla.
Í mínum huga hefur beyging orða verið eitt mikilvægasta atriðið við að læra íslensku sem annað mál, jafnt í íslenskunáminum í háskólanum sem og utan kennslustofu. Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða einn lítinn part af íslenskri beygingarfræði.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð Sunna Strandsten.pdf | 524.94 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Yfirlýsing_Sunna.pdf | 312.69 kB | Locked | Yfirlýsing |