is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24329

Titill: 
  • Að byggja örkina áður en flóðið hefst, Hamfarafélagsráðgjöf: Hamfarir, slys og ferðamenn
  • Titill er á ensku To Build the Ark Before the Flood Begins, Disaster Social Work: Disasters, Accidents and Tourists
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Náttúruhamfarir eru algengar hér á landi en að sama skapi hefur fjöldi ferðamanna aukist hratt síðastliðin ár. Þá kemur fjöldinn til með að aukast í framtíðinni samkvæmt spám. Íslenskt samfélag þarf að vera í stakk búið til þess að mæta þörfum erlendra ferðamanna, sama hvort það feli í sér að stuðla að öryggi þeirra, bregðast við þegar hamfarir dynja yfir eða í kjölfar slysa. Viðfangsefni ritgerðarinnar er hamfarafélagsráðgjöf en sérstaklega er rýnt í stöðu erlendra ferðamanna í kjölfar slysa eða hamfara. Markmið ritgerðarinnar er að kanna stöðu þekkingar á hamfarafélagsráðgjöf, öryggi ferðamanna og möguleika sem felast í aðkomu félagsráðgjafa að málefninu. Ferðamenn eru taldir vera tjónnæmur hópur sem huga þarf sérstaklega að í kjölfar slysa eða hamfara, þó þarf líka að veita forvörnum athygli sem og fyrirbyggjandi aðgerðum í þágu þess að stuðla að öryggi hópsins. Staða þekkingar á málefninu er misjöfn eftir stigum ferlis og markhópum en margir mismunandi aðilar koma að verkefnum er varða öryggi ferðamanna. Niðurstöður sýna fram á að þörf er á félagsráðgjöfum í kringum hamfarir og/eða slys, sérstaklega þegar ferðamenn koma við sögu, og geta þeir sinnt mikilvægum og fjölbreyttum hlutverkum þar. Ferðamenn geta þurft á viðbótaraðstoð að halda í kjölfar hamfara eða slysa og er félagsráðgjöf talin vera starfsgrein sem best er fallin til þess að veita þessa auknu þjónustu. Félagsráðgjafar með sína faglegu þekkingu, siðareglur og heildarsýn að leiðarljósi geta verið hagnýt viðbót við það þverfaglega starf sem fram fer við atburði sem þessa. Félagsráðgjöf hefur lítið verið tengd við þjónustu við ferðamenn í kringum hamfarir eða í kjölfar slysa á Íslandi en jafnframt þykir vera þörf á frekari rannsóknum á aðkomu félagsráðgjafa í atburðum sem þessum.
    Lykilhugtök: ferðamenn, hamfarir, slys, áföll, félagsráðgjöf.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24329


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG261L-mab60-BAritgerð-loka.pdf558.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_María.pdf302.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF