is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24330

Titill: 
 • Samband barnaverndarnefnda og starfsmanna þeirra
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Barnaverndarnefndir á Íslandi starfa innan barnaverndarlaga nr. 80/2002 og fleiri laga og reglugerða. Það er því mikið regluverk sem kemur að starfi þeirra og starfsmanna sem starfa í þeirra umboði í daglegu starfi. Samband barnaverndarnefnda og starfsmanna þeirra á grunn sinn að sækja í barnaverndarlög þar sem nefndum er veitt heimild til að framselja hluta af valdi sínu til starfsmanna sinna. Starfsmenn vinna því barnaverndarmál en barnaverndarnefnd tekur ákvarðanir þegar ekki næst samvinna við málsaðila. Markmiðið með þessari rannsókn er að finna út hvort sambandið á milli barnaverndarnefnda og starfsmanna þeirra byggist á regluverki eða trausti. Rannsóknarspurningarnar eru tvær; Er samband barnaverndarnefnda og starfsmanna þeirra byggt á regluverki? Er samband barnaverndarnefnda og starfsmanna þeirra byggt á traust? Kenningarnar sem eru notaðar í þessari rannsókn eru sóttar í stjórnsýslufræði og stjórnunarfræði og eru umboðskenningin og kenning um góða ráðsmennsku þar grunnurinn. Þetta efni hefur aldrei verið rannsakað hér á landi áður og því eru notaðar þrjár mismunandi aðferðir til að afla gagna. Notast er við innihaldsgreiningu, opin viðtöl og spurningakannanir. Þá var gerð aðhvarfsgreining á gögnum sem fengust úr spurningakönnununum.
  Við gagnaöflun komu fram hindranir við að nálgast nauðsynleg gögn. Erfitt var að nálgast nýjustu útgáfur af framsalssamningum og að nálgast þátttakendur. Þegar reynt var að nálgast upplýsingar um nefndarmenn voru ekki alltaf uppfærðar upplýsingar inni á vefsíðum sveitarfélaga né vefsíðu Barnaverndarstofu. Í sumum tilfellum voru engar upplýsingar um nefndarmenn á vefsíðum sveitarfélaga. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að samband barnaverndarnefnda og starfsmanna þeirra byggist bæði á regluverki og trausti. Traustið kemur þó að hluta til í gegnum það regluverk sem sambandið byggist á. Lagatextinn sem sambandið byggist á er þó ekki í samræmi við þann raunveruleika sem starfsmenn og nefndarmenn starfa við í dag og er nauðsynlegt að uppfæra hann.

 • Útdráttur er á ensku

  Child protection committees in Iceland are governed by the child protection act No 80/2002 and other laws and regulations. Therefor the regulatory framework that governs the work of the committees and their staff is vast. The relationship between child protection committees and their staff is based upon the child protection act in which the committees are given the authority to assign part of their powers to their staff. The child protection cases are processed by members of the staff but the committee makes a decision when the parties are not willing to cooperate. The goal of this research is to ascertain whether the relationship is based on regulations or on trust. The two research questions are; Is the relationship between child protection committees and their staff based on regulations? Is the relationship between child protection committees and their staff based on trust? The theories that this research is based upon come from public administration and management theories focusing on principal-agent theory and stewardship theory. Three different data gathering methods were used for this research because this subject matter has never been researched before in Iceland. Methods used were content analysis, open interviews and surveys. A regression analysis was performed on the data collected from the surveys.
  Gathering the necessary data was met by difficulties. Contacting participants as well as obtaining the newest version of the legal contract between child protection committees and their staff, in which the committees power is assigned to the staff, was difficult. When trying to gather information about committee members, the information on municipalities homepages was not always up to date and neither was the information on the homepage for the Government Agency for Child Protection. In some cases there was no information on the committee members on the municipalities homepages. The research conclusions are that the relationship is based upon both regulations and trust. The trust factor is though partly founded on the regulations that the relationship is based on. The reality of this relationship is not concurrent with the law it is based on and therefore it is necessary to update the law in accordance with reality.

Samþykkt: 
 • 9.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal.pdf933.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Katrín.pdf310.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF