is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24333

Titill: 
  • Breytingar á framburði. Með hliðsjón af félagslegum þáttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skoðanir eru að mörgu leyti byggðar á viðhorfum og því hafa viðhorf áhrif á flest, ef ekki öll, svið mannlífsins og þar er tungumálið ekki undanskilið. Með tilkomu félagsmálvísinda hafa rannsóknir málvísindamanna beinst að hinum félagslega þætti tungumálsins og þar geta viðhorf til máls haft mikið að segja. Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að kanna hvernig viðhorf til mismunandi mállýskna hafa áhrif á þróun þeirra og viðgang og hvort skýra megi hvort og þá hvernig fólk breytir máli sínu með hliðsjón af þeim viðhorfum sem eru ríkjandi til mismunandi mállýskna. Í ritgerðinni verður fjallað um gildi viðhorfsrannsókna í tengslum við mál og málafbrigði og einnig verður greint frá helstu vandamálum sem fylgja slíkum rannsóknum. Framburður Helga Hrafns Gunnarssonar, formanns Pírata á Íslandi, var skoðaður með það að leiðarljósi hvort greina megi breytingar á framburði hans í tengslum við breytingar á félagslegum aðstæðum hans á síðustu árum. Í ljós kom að breytingar á félagslegum aðstæðum endurspeglast að vissu leyti í framburði hans en í nýlegri ræðu á Alþingi hefur Helgi Hrafn bæði harðmæli og vestfirskan einhljóðaframburð í máli sínu, en bæði þessi framburðareinkenni eru honum ekki eðlislæg. Í ritgerðinni er greint frá þessum ólíku framburðareinkennum og leitast við að skýra stöðu þeirra í íslensku máli út frá viðhorfum til þeirra sem síðan eru sett í samhengi við áðurnefndar framburðarbreytingar í máli Helga Hrafns. Ljóst er að viðhorf hafa áhrif á stöðu mállýskna og ólík viðhorf til mismunandi mállýskna geta einnig haft áhrif á það hvernig fólk breytir máli sínu í viðleitni til að móta viðhorf þeirra sem á hlýða.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24333


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lilja Björk Stefánsdóttir.pdf380.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_LiljaBjörk.pdf292.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF