is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24341

Titill: 
 • Tvífall og endurinnritun. Samanburður viðskiptafræðideildar við aðrar deildir Félagsvísindasviðs
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í hverju námskeiði Háskóla Íslands er nemendum leyft að taka próf tvisvar sinnum hafi þeir ekki staðist próf, ekki mætt í próf án þess að láta vita með forföll eða ef þeir hafa gengið frá prófi eftir að prófið var byrjað. Nemandi verður að þreyta prófið í annað sinn innan eins árs frá því að fyrra prófið var þreytt. Standist nemandi ekki prófið aftur, mæti ekki í prófið án þess að láta vita af forföllum eða gengur út eftir að prófið er hafið þá er nemanda ekki leyfilegt að taka prófið aftur. Því þarf nemandi að endurinnritast í deildina. Hver deild má setja sínar reglur varðandi mat á fyrra námi þegar nemandi endurinnritast og því eru reglur á milli deilda mismunandi þegar kemur að endurinnritun hjá nemendum ef þeir lenda í svokölluðu tvífalli.
  Í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands er sá háttur á að ef nemandi þarf að endur-innritast þá heldur hann þeim námskeiðum sem hafa 6,0 eða hærra í lokaeinkunn. Rannsakandi hefur velt því fyrir sér hvers vegna notast er við einkunnina 6,0 en ekki 5,0 eins og lágmarkseinkunnin er í deildinni til að standast próf. Einnig hefur rannsakandi velt því fyrir sér hvers vegna sé þá ekki krafa um lokaeinkunnina 6,0 í stað 5,0 til að standast próf. Áhugavert þótti að athuga hvort notast væri við þessa reglu vegna fjöldatakmörkunar (e. numerus clausus) eða hvort einhver önnur ástæða lægi að baki reglusetningunni.
  Þegar byrjað var að skoða þessi málefni var farið af stað með þrjár rannsóknarspurningar í huga:
  ➢ Hver er tilgangur reglunnar og skilar hún tilætluðum árangri?
  ➢ Finnst kennurum tvífallsreglan vera sanngjörn og rökrétt?
  ➢ Finnst nemendum tvífallsreglan vera sanngjörn og rökrétt?
  Ákveðið var að afla upplýsinga og skoða rannsókn sem hafði verið gerð á fjöldatakmörkun og líðan nemenda. Í rannsókninni sjálfri voru síðan tekin viðtöl sem studdust við eigindlegar rannsóknir og einnig var send út spurningakönnun til nemenda og kennara þar sem stuðst var við megindlega rannsókn við greiningu.
  Athugun leiddi í ljós að viðmiðunareinkunnin 6,0 hjá viðskiptafræðideildinni er upphaflega komin frá gömlu viðskipta- og hagfræðideildinni. Þegar deildirnar voru saman í einni deild þá var viðmiðunarreglan 6,5. Viðskiptafræðin hefur svo lækkað viðmiðið niður í 6,0 eftir aðskilnað. Reglan er ekki notuð sem fjöldatakmörkun enda ekki ákveðinn fjöldi sem fær inngöngu. Nemendum er með þessu gert kleift að halda því eftir sem vel er gert.
  Þegar kom að niðurstöðum úr spurningakönnun til kennara kom í ljós að yfir helmingi svarenda þótti reglan sanngjörn en flestir töldu þó að neikvæðar afleiðingar væru af þessu, reglan hægði á námsframvindu nemenda og að hún sé þess valdandi að auka streitu og pressu á nemendur. Einnig vildu flestir hafa samræmi milli deilda á Félagsvísindasviði. Þeir nemendur sem svöruðu spurningakönnuninni vildu einnig hafa samræmi á milli deilda á Félagsvísindasviði og voru allflestir meðvitaðir um regluna. Tæplega 40% þátttakenda kváðust hafa hætt við að fara í endurtökupróf af hræðslu við að missa út áfanga vegna reglunnar.

Samþykkt: 
 • 9.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24341


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur_Agusta_lokaritgerd.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna