is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24344

Titill: 
  • Hljóðlist: Saga, stefnur og þróun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hér verður fjallað um sögu og þróun hljóðlistar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hljóðlistin gengið í gegnum miklar breytingar og skilgreining á henni verið þokukennd. Umræðan um skilgreiningu hljóðlistar er í raun rétt að byrja og því fylgir henni ákveðin skilgreiningarvandi, en hér verður sá vandi rannsakaður bæði út frá hugmyndum fræðimanna og listamanna. Fjallað verður um sögu hljóðlistarinnar, hvernig reynt hefur verið að leysa úr áður nefndum skilgreiningarvanda og skoðað með hvaða hætti ákveðnar listhreyfingarnar áttu þátt í þróun og mótun hljóðlistar þ.á.m. fútúrismi, dadaismi, súrrealismi og flúxus. Í hverri og einni þessara listhreyfinga verða tekin dæmi um listamenn, sem unnu með hljóð í listsköpun sinni, en einnig utanaðkomandi áhrif tilraunatónlistarmanna og hljóðtækna eins og John Cage og Pierre Schaeffer. Að auki verður til umfjöllunar fjölbreytilegt form hljóðlistar, sérstaða hennar í listheiminum og hvernig hún samtivinnast öðrum listgreinum. Ör þróun hljóðtækninnar verður líka höfð til hliðsjónar, en sífelldar tækninýjungar hafa haft mikil áhrif á mótun og þróun hljóðlistar þ.e. hvernig hljóðritun og hljóðtækni hafa opnað áður óþekktar leiðir til hljóðsköpunar og hvernig þessar tækninýjungar hafa hjálpað hljóðlistamönnum að móta og skapa verk sín.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24344


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Viktor Aron Bragason.pdf306.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_ViktorAron.pdf294.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF