is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24349

Titill: 
  • Notkun lengdarmælinga til að spá fyrir um kyn tildru (Arenaria interpres)
  • Titill er á ensku Sexing of Ruddy Turnstones (Arenaria interpres) based on morphometrics
Útdráttur: 
  • Tildrur (Arenaria interpres) eru litlir, sterkbyggðir fuglar af snípuætt sem nota m.a. Ísland sem viðkomustað á leið sinni til og frá varpstöðvum. Ísland er því mikilvægt fyrir far fuglanna. Tildrur sýna lítinn kynbundinn útlitsmun, en markmiðið með þessari rannsókn var a) að sjá hvort hægt væri að spá fyrir um kyn tildra með því að nota mælingar á útlitsþáttum eins og gogg-, væng- og/eða fótalengd og b) athuga kynjahlutfall þeirra. Veiddar voru tildrur á Garðskaga og við Sandgerði að vorlagi árin 2013 og 2014. Notast var við alhæfð línuleg líkön (e. GLM, Generalized linear model) til að útbúa módel til að reikna út líkur á réttu kyni samkvæmt útlitsmælingum. Notast var við þekkta þreifara til að finna innraðir á kynlitningum fuglanna og erfðaefni þeirra magnað með PCR (e. Polymerase chain reaction) til að kyngreina þá. Spálíkönin byggðu á 50 fuglum (36 fullorðnum og 14 ársgömlum). Marktækur munur reyndist á gogglengd á milli kynja. Besta módelið til að reikna út kyn fuglanna var byggt á fullorðnum fuglum, en þá greindust 86% rétt ef væng- og gogglengd voru notuð. Mögulega væri hægt að gera spána betri ef líkanið byggði á fleiri einstaklingum af þekktu kyni. Kynjahlutfall tildranna reyndist skekkt í átt að karlfuglum, ólíkt fyrirliggjandi gögnum um kynjahlutfall tildra á vetrarstöðvum. Mögulegt er að eitthvað af fuglunum sem ekki náðist að kyngreina hafi verið kvenfuglar eða að kynin stundi far á mismunandi tímum og/eða noti mismunandi viðkomustaði. Frekari rannsókna er þörf til að kanna hvort bæta megi spálíkanið og til að varpa ljósi á kynjahlutfall tildra.

  • Útdráttur er á ensku

    The Ruddy Turnstone (Arenaria interpres) is a small, migratory shorebird using Iceland as a stopover site on route to and from the high Arctic breeding grounds. In Iceland the birds build energy stores needed for the continuing journey. External measurements have indicated that Turnstones show slight sexual dimorphism but sexing criterion based on combined morphometrics seem to be absent from the scientific literature. The aim of this study was a) to test the possibility to sex the birds from foot-, bill-, and wing length using generalized linear models (GLMs) and b) to assess the sex ratio. Turnstones were captured in spring 2013 and 2014 at Garðskagi and Sandgerði in southwest Iceland. Known primers were used to find introns on the sexual chromosomes and their DNA magnified using PCR (Polymerase chain reaction) to sex the birds. A total of 50 birds were sexed with this method (36 adults and 14 2cy birds). The only significant difference in the measurements between the sexes was bill length. The best model for predicting the sex of adults resulted in 86% accuracy when using bill- and wing length. A larger sample size migth be needed to improve the model. The low sample size in this study was mainly due to difficulties amplifying DNA from feathers. This could be due to degradation caused by the storing method. The sex ratio of the Turnstones was male biased, which is not in accordance with the even sex ration found in the same population wintering in Scotland. This study underlines the potential to sex turnstones from morphometrics but a larger sample size is needed to clarify if these variables can be used to build a reliable sexing criterion and to assess the sex ratio of Turnstones.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24349


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Tildrur.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Fyrir skemmuna - yfirlýsing.pdf255.27 kBOpinnYfirlýsingPDFSkoða/Opna