is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24354

Titill: 
 • Titill er á ensku Integrated learning in schools and leisure-time centres : moving beyond dichotomies
 • Samþætt nám í skólum og frístundaheimilum : að yfirstíga tvíhyggju
Útgáfa: 
 • Desember 2015
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  This article discusses the connections between formal and informal learning processes in the context of school and leisure-time centres for young schoolchildren. The author criticizes the emphasis on formal learning and the prevalence of formalism in the education system. Leisure-time centres for young school children operate on the periphery of the education system and are built on a leisure-time pedagogy that is inherently experiential and child-centred. When exploring views towards the young learner, two main frameworks come to the surface: the traditional developmental framework that looks at children as vulnerable subjects, and the social framework that recognizes children as active subjects. The author delineates a new conceptual philosophy for learning, namely integrated learning, which rejects the above dichotomies between formal and informal, objects and subjects. Such a framework describes the learning trajectories of children and serves to guide interdisciplinary professional collaboration between schools and leisure-time centres.

 • Þessi grein fjallar um tengsl formlegs og óformlegs náms með tilliti til grunnskóla og frístundaheimila fyrir ung skólabörn. Höfundur gagnrýnir of mikla áherslu á formlegt nám og formhyggju í menntakerfinu. Á undanförnum áratugum hefur mátt greina aukna vitund um mismunandi námsumhverfi og hafa fræðimenn greint á milli formlegs náms (e. formal learning) og óformlegs náms (e. informal learning), og á síðari árum einnig hálf-formlegs náms (e. non-formal learning). Þessi þrígreining hefur mikið verið notuð undanfarin ár til að draga fram ólíkar gerðir námsumhverfis og hefur varpað ljósi á mikilvægi óformlegs umhverfis í samfélagi þar sem formlegt nám hefur mest vægi. Hér eru færð rök fyrir því að framangreind þrígreining henti ekki vel til að lýsa eiginlegu námsferli barna þar sem þau beiti jafnt formlegum sem óformlegum leiðum til að tileinka sér hæfni og þekkingu. Mikilvægt sé að yfirstíga tiltekna tvíhyggju sem felst í því að stilla formlegu og óformlegu námi upp sem andstæðum.
  Frístundaheimili fyrir ung skólabörn starfa á mörkum menntakerfa og byggjast á hugmyndafræði tómstunda sem einkennist af reynslumiðuðu námi og barnmiðaðri hugsun. Þegar litið er til viðhorfa gagnvart börnum má greina tvo megin ramma; annars vegar hina hefðbundnu þroskakenningu þar sem litið er á börn sem viðkvæma þolendur, og hins vegar hina félagslegu sýn þar sem litið er á börn sem virka gerendur. Höfundur dregur upp nýja sýn á nám, sem hann kallar samþætt nám, nám sem hafnar fyrrgreindri aðgreiningu á hinu formlega og hinu óformlega, gerendum og þolendum. Slík sýn lýsir betur eiginlegu námi barna og styður þverfaglegt samstarf milli skóla og frístundaheimila. Nám höfð- ar jafnt til skynsemi sem tilfinninga, snýst um staðreyndir jafnt sem gildi, og getur verið skipulagt án þess að missa sjónar á því sem börnum er eiginlegt. Menntun þarf að taka mið af því að börn eru verur af holdi og blóði og þarf að efla jafnt hið líkamlega sem hið andlega. Efla þarf skilning á mikilvægi óformlegs náms, jafnt innan sem utan skólanna. Í samþættu námi er leitast við að auka sjálfræði nemenda og gefa þeim tækifæri til að nýta þá hæfni og þekkingu sem þeir hafa byggt upp með fyrri reynslu.
  Nám er flókið ferli og líta verður á það frá mismunandi sjónarhornum. Stofnanavæðing menntunar hefur haft í för með sér þann alvarlega ágalla að litið er á rökhugsun og bókvit (e. cognitive thinking) sem æðra nám, á kostnað verk- og siðvits (e. non-cognitive skills). Hugmyndafræði tómstunda virðist, enn sem komið er, vera trú hinni barnhverfu uppeldisfræði og reynslumiðuðu námi. Ef og þegar frístundaheimilin verða hluti af skólakerfinu (eins og gerst hefur í Svíþjóð og Danmörku) skiptir miklu að innan grunnskólans verði skapaður jarðvegur þar sem hið óformlega nám getur dafnað. Þannig gætu skapast spennandi möguleikar til að þróa áfram námskrá og daglegt starf skólans. En það mun ekki gerast nema hugmyndir um samþætt nám verði viðurkenndar og nýttar.

Birtist í: 
 • Netla
ISSN: 
 • 1670-0244
Athugasemdir: 
 • Sérrit 2015 um útinám
Samþykkt: 
 • 9.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24354


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolbrún Þ. Pálsdóttir - 2015 - Integrated learning in schools and leisure-time centres M.pdf623.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna