en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24358

Title: 
 • is Svífandi sátt? Um frammistöðuhvetjandi launakerfi hjá flugfélögum
 • Flying harmony?
Submitted: 
 • June 2016
Abstract: 
 • is

  Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er launakerfi flugfélaga. Markmið hennar er að rannsaka hvort hægt sé að finna frammistöðumælikvarða sem flugfélög geti stuðst við í frammistöðuhvetjandi launakerfi. Enn hefur ekki verið þróuð ráðandi aðferð eða stefna innan fluggeirans hvað það varðar.
  Í ritgerðinni er meðal annars farið yfir verkföll og áhrif þeirra í ljósi samningsstöðu. Þá verður gert grein fyrir launahvötum og hugmynd Weitzman að hinu svonefnda deilikerfi (e. share economy) velt upp. Fjallað verður um algengt form hlutdeildar sem þekkist innan flugfélagaiðnaðarins. Að auki verður rannsókn á amerísku flugfélagi tekin fyrir og í framhaldi verða starfsmannastefnur mismunandi flugfélaga skoðaðar. Að lokum voru tekin viðtöl við fagaðila til að fá betri innsýn í iðnaðinn.
  Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að ef styðjast á við hvata í launum þá verður að byrja á því að setja starfsmannastefnu sem vinnuveitendur og starfsmenn eru báðir ánægðir með. Ekki ætti að nota eldsneytisnotkun sem frammistöðumælikvarða því það gæti skapað hvata sem yrði á kostnað öryggis. Betri væri að leggja áherslu á að auka meðvitund almennt meðal flugmanna um hvernig hægt sé að spara eldsneyti og taka ákvarðanir þess lútandi með viðeigandi þjálfun.

Accepted: 
 • May 9, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24358


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
elka osk - yfirfarid2.pdf713.7 kBLocked Until...2020/01/01HeildartextiPDF