is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24362

Titill: 
  • Fjalir úr fornri tíð. Samanburður á kenningum Selmu Jónsdóttur og Harðar Ágústssonar á Bjarnastaðahlíðarfjölum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um þrettán fjalabrot sem fundust í skemmu í Bjarnastaðahlíð og bárust Þjóðminjasafninu árið 1924. Fjalirnar bera allar fornan útskurð sem rannsakaður hefur verið af ýmsum fræðimönnum sem í kjölfarið settu fram kenningar um verkið. Kenningar tveggja fræðimanna, þeirra Selmu Jónsdóttur og Harðar Ágústssonar, skera sig þó úr fyrir að fjalla hvað ítarlegast um verkið. Selma fjallaði fyrst um fjalirnar í doktorsritgerð sinni en þar tókst henni að sýna fram á, svo ekki væri um að villast, að útskurður fjalanna hefur að bera býsanskt dómsdagsverk. Hörður tók kenningar hennar síðan enn lengra þegar hann endurgerði verkið í heild sinni með hjálp annarra svipaðra dómsdagsverka.
    Upp úr 1100 var farið að reisa dómkirkjur og var það um svipað leyti sem dómsdagsverkin komu fram en þau voru yfirleitt staðsett á innanverðum vesturvegg kirkna þannig að þau yrðu það síðasta sem söfnuðurinn sæi á leið sinni út úr kirkjunum. Myndefni þessara verka var yfirleitt svipað í uppbyggingu þar sem stuðst var við Biblíuna til að myndgera boðskap hennar í verkinu. Þannig mátti sjá Krist fyrir miðju verksins, frelsaðar sálir vinstra megin við hann og síðan þá fordæmdu hægra megin.
    Skoðuð verða þau dómsdagsverk sem Selma og Hörður nefndu í umfjöllun sinni um fjalirnar og þá sérstaklega í ljósi endurgervingar Harðar á myndverki fjalanna. Þeim Selmu og Herði greindi á um ýmislegt við rannsóknir þeirra á fjalarbútunum en í ritgerð þessari verður skerpt á þeim hlutum í tilraun til að rannsaka fjalirnar betur. Þá verður sérstaklega fjallað um kenningar þeirra hvað varðar aldur og uppruna ásamt uppsetningu verksins en með endurgervingu sinni tókst Herði að sýna fram á að verkið hefur líklegast verið töluvert stærra en Selma taldi í fyrstu. Ennfremur sýndi Hörður fram á endurnotkun fjalanna í gegnum árin með því að rýna í skemmdir svo sem strik og naglaför sem finna má á fjölunum í dag. Þannig verður dregið fram það helsta í kenningum þeirra varðandi fjalirnar ásamt því að rannsaka myndverkið sjálft enn frekar.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24362


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Lokaeintak DDJ-2.pdf934.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_DagrúnDögg.pdf289.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF