Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24367
Nýlega hefur meiri athygli verið beint að málefnum fylgdarlausra barna þar sem enn fleiri börn en áður í kjölfar flóttamannastraumsins til Evrópu hafa komið þangað fylgdarlaus eftir hættulega ferð frá heimalandi sínu. Reynsla fylgdarlausra barna af flótta frá heimalandi sínu hefur ekki aðeins áhrif á líðan þeirra heldur skipta móttökurnar sem þau fá í nýja samfélaginu einnig máli fyrir líðan þeirra og hvernig þau upplifa sig í nýja þjóðríkinu. Félagsráðgjafar starfa töluvert og beita sér fyrir málefnum fylgdarlausra barna og hafa mikil áhrif á hvernig tekið er á móti þeim. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða afdrif barna á flóttaferlinu og kanna hvernig félagsráðgjafar starfa með fylgdarlausum börnum. Leitast er við að svara rannsóknarspurningunum tveimur sem eru: Hver eru afdrif fylgdarlausra barna? Hver er aðkoma félagsráðgjafa að málaflokknum? Niðurstöðurnar sýna að fylgdarlaus börn eru afar berskjölduð fyrir ýmsum hættum sem geta orðið á flóttaferlinu og getur reynsla þeirra af flóttaferlinu haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Niðurstöður benda einnig til þess að aðkoma félagsráðgjafa að málefnum fylgdarlausra barna sé margvísileg. Þeir hafa þekkingu og getu til þess að sinna ólíkum þáttum barna hvort sem það er að aðlaga börn að nýja samfélaginu, hugsa um andlega þætti þeirra eða að beita sér fyrir lagalegum réttindum þeirra. Niðurstöður sýna að aðkoma félagsráðgjafa skiptir miklu máli fyrir málaflokk fylgdarlausra barna og að með aukinni aðkomu félagsráðgjafa séu börn líklegri til þess að fá þörfum og réttindum sínum framfylgt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
FRG261L.Ólöf.Sjöfn.Júlíusdóttir.tilbuid.pdf | 768.57 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_ÓlöfSjöfn.pdf | 317.78 kB | Lokaður | Yfirlýsing |