is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24368

Titill: 
  • Félagsleg einangrun og einmanaleiki aldraðra: Áhrif á lífsgæði og heilsu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Öldruðum um allan heim fer ört fjölgandi þar á meðal á Íslandi. Talið er að 20% mannfjöldans á íslandi verði aldraðir árið 2035. Í ljósi þessarar fjölgunar hefur umræðan í þjóðfélaginu og í fjölmiðlum um málefni aldraðra aukist. Einnig eru sífellt fleiri aldraðir sem búa einir og hafa stjórnvöld víðsvegar um heim verið í auknum mæli að kanna lífsgæði meðal aldraðra og koma fram með aðgerðir til þess að bæta þau. Hugtökin „félagsleg einangrun“ og „einmanaleiki“ meðal aldraðra eru oft á tíðum talin vera fylgifiskur þess að eldast en það ríkir ágreiningur hjá rannsakendum hvort það sé rétt eða ekki. Það eru þó allir sammála um að félagsleg einangrun og einamanaleiki getur haft alvarleg áhrif á heilsu og lífsgæði aldraðra. Einmanaleiki hefur fyrst og fremst áhrif á andlega vanlíðan aldraðra en getur einnig haft áhrif á líkamlega vanlíðan. Félagsleg einangrun hefur almennt ekki áhrif á andlega vanlíðan enda getur einstaklingur sem er félagslega einangraður verið ánægður með líf sitt og átt gott stuðningsnet þrátt fyrir að eiga fáa að. Rannsóknir hafa samt sem áður sýnt fylgni á milli félagslegrar einangrunar og líkamlegrar vanlíðunar sem má rekja til þess að þeir sem eru illa á sig komnir líkamlega eiga erfiðara með að fara út meðal fólks. Rannsóknir benda ótvírætt á að gott stuðningsnet og góð félagsleg tengsl hafa jákvæð áhrif á heilsu og lífsgæði aldraðra og stuðlar að langlífi.
    Efnisorð: aldraðir, félagsleg einangrun, einmanaleiki, áhættuþættir, úrræði.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24368


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elinbjorg Ellertsdottir.pdf707.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Elínbjörg.pdf307.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF