is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2437

Titill: 
  • Varanleiki eignarnáms
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni ritgerðar þessarar er varanleiki eignarnáms en með því er átt við hvort að með eignarnámi fari fram varanleg yfirfærsla eignarréttinda og hvort með eignarnámi sé að fullu slitið á réttindi eignarnámsþola vegna hinnar eignarnumdu eignar.
    Í 3. kafla er fjallað um þau skilyrði 72. gr. stjórnarskrárinnar sem eignarnám þarf að uppfylla. Vikið verður sérstaklega að skilyrðinu um almenningsþörf en við mat á almannahagsmunum hafa dómstólar verið að ganga lengra í endurskoðun sinni gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins á undanförnum árum. Til skoðunar verður einnig skilyrðið um fullt verð og þau sjónarmið sem lögð eru til grundvallar við mat á því skilyrði. Í lok kaflans verður fjallað um ákvörðun og framkvæmd eignarnáms.
    Í 4. kafla er fjallað um inntak eignaréttarverndar 1. gr. samningsviðauka nr. við Mannréttindasáttmála Evrópu og sjónarmið Mannréttindadómstólsins varðandi eignarréttarvernd 1. gr. Sérstaklega verður fjallað um dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins í tengslum við mat á meðalhófi við eignaskerðingar og þá einkum tvo dóma dómstólsins um þýðingu þess að eignarnumin eign sé nýtt í samræmi við tilgang eignarnáms, við mat á því hvort eignarnám hafi falið í sér brot gegn meðalhófsreglu.
    Í 5. kafla er fjallað um varanleika eignarnáms og reifaðir helstu dómar sem gengið hafa fyrir íslenskum dómstólum í tengslum við álitaefnið. Í kjölfarið verður fjallað um þau skilyrði sem 72. gr. stjórnarskrárinnar setur eignarnámi og mat á því hvort síðar tilkomin atvik geti falið í sér að eignarnám uppfylli ekki skilyrði 72. gr. Fjallað verður sérstaklega um hvenær eignarnumin eign er tekin til nota í eðlilegu samræmi við tilgang eignarnáms og þýðingu slíkrar nýtingar við mat á því hvort skilyrði 72. gr. stjórnarskrárinnar teljist hafa verið uppfyllt. Skoðað verður hvaða þýðingu það hefur fyrir gildi eignarnáms að komist yrði að því eftir, að eignarnám hefur farið fram, að skilyrði 72. gr. stjórnarskrárinnar hafi ekki verið uppfyllt og úrræði eignarnámsþola við slíkar aðstæður.
    Í 6. kafla er að finna stutta samantekt og lokaorð. Að endingu eru skrár yfir heimildir, dóma, úrskurði og lög sem stuðst hefur verið við gerð þessarar ritgerðar.

Samþykkt: 
  • 5.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2437


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf1.37 MBLokaðurHeildartextiPDF