is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24371

Titill: 
  • Á ferð og flugi. Hvernig tekst flugfreyjum í fullu starfi með ung börn að samræma vinnu og einkalíf?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skyggnast inn í líf flugfreyja í fullu starfi með ung börn og komast að því hvernig þeim tekst að samræma vinnu og einkalíf. Leitast var við að kanna upplifun þeirra og reynslu í tengslum við vaktavinnu í óhefðbundnu starfsumhverfi, hvernig þeim tekst að halda utan um heimili og börn, ásamt því að vera í fullu starfi. Markmið rannsakanda var að kanna skipulag og forgangsröðun flugfreyja og
    hvort þær upplifðu streitu, hlutverkaágreining og tilfinningalegt álag í vinnu. Eingöngu konur urðu fyrir valinu í þessari rannsókn þar sem niðurstöður rannsókna sýna enn í dag að þær bera meginábyrgð á störfum innan heimilisins ásamt því að sinna börnum sínum.
    Starf flugfreyja sem löngum hefur verið talin kvennastétt varð því fyrir valinu sem rannsóknarefni þar sem starf þeirra krefst mikillar fjarveru og óreglulegs vinnutíma. Í rannsókninni voru tekin viðtöl við átta flugfreyjur sem starfa í millilandaflugi á Íslandi og eiga þær börn á aldrinum 18 mánaða til 12 ára. Flugfreyjurnar voru allar ánægðar í starfi, þó voru þær sammála um að heppilegra væri að vera í hlutastarfi til að ná að samræma betur vinnu og einkalíf. Það krefst mikillar skipulagningar og forgangsröðunar til að heimilislífið gangi upp og skiptir ekki síður máli að hafa gott bakland til aðstoðar við börn og heimili. Í rannsókninni settu viðmælendur alltaf börnin í fyrsta sæti og sjálfa
    sig í annað sæti. Streita og svefnleysi var áberandi hjá viðmælendum, þar sem heimilislífið krafðist mikillar útsjónarsemi og skipulags af þeirra hálfu og aðstoð frá mökum var mismikil. Flugfreyjurnar starfa í óhefðbundnu vinnuumhverfi þar sem ekki er hægt að ná í þær á vinnutíma og virðist það valda streitu hjá sumum þeirra.
    Samviskubit, svefnmissir, hlutverkaágreiningur, tilfinningalegt álag í vinnu ásamt óreglulegri vaktavinnu hafði neikvæð áhrif á líðan þeirra og leiddi til togstreitu milli vinnu og einkalífs.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í fimm ár.
Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Á ferð og flugi lokaeintak skemman 27.maí.pdf1,07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna