is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24372

Titill: 
  • Ástæður afbrotahegðunar ungmenna. Áhættuhegðun, kenningar og fyrri rannsóknir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar eru rannsóknir og kenningar á ástæðum afbrotahegðunar ungmenna. Hér verður fjallað um helstu ástæður og kenningar sem settar hafa verið fram og geta útskýrt afbrotahegðun á meðal ungmenna. Samanburðarrannsóknir og niðurstöður fyrri rannsókna eru skoðaðar til að varpa skýrara ljósi á efnið. Afbrotahegðun ungmenna er oft afleiðing margra áhættuþátta sem taka til einstaklingsins, fjölskyldunnar, umhverfisins og samfélagsins. Í ritgerðinni verður lögð áhersla á að svara eftirfarandi þáttum: Hverjar eru taldar helstu ástæður afbrotahegðunar ungmenna? Hvaða kenningar útskýra ástæður afbrotahegðunar? Hvað sýna fyrri rannsóknir? Niðurstöðurnar sýna að af þeim þáttum sem fjallað er um eru helstu sjáanlegu tengslin við afbrotahegðun ungmenna, fangelsun foreldris, fangelsun ungmennisins sjálfs og lág greindarvísitala. Auk ofangreindra þátta eru fleiri áhættuþættir sem hafa áhrif á afbrotahegðun ungmenna og þá í tengslum við aðra þætti. Kenningarnar sem best skýra þessa hegðun eru stimplunarkenningin og félagsnámskenningin. Aðrar kenningar verða skoðaðar samhliða þeim til að varpa skýrara ljósi á niðurstöðurnar.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24372


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG261L_ástæður_afbrotahegðunar_ungmenna_hhs22.pdf638.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_HildurHlíf.pdf310.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF