is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24375

Titill: 
  • Kynferðislegt samþykki: Hafa tengsl milli aðila áhrif á túlkun kynferðislegs samþykkis?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Kynferðislegt samþykki (sexual consent) er hornsteinn eðlilegra samskipta í kynferðislegum aðstæðum. Rannsóknir á kynferðislegu samþykki eru nokkuð nýjar af nálinni. Niðurstöður þeirra gefa meðal annars til kynna að samþykki sé tjáð með formlegri hætti þegar um er að ræða fyrstu kynni en þegar aðilar séu kunnugir. Markmið þessarar rannsóknarinnar er að skoða túlkun ungs fólks á kynferðislegu samþykki í aðstæðum tengdum íslensku skemmtanalífi og greina hvort tengsl milli aðila hafi áhrif á túlkun þeirra. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 776 nemendur við Háskóla Íslands sem stunduðu nám á vorönn 2016. Þátttakendur tóku þátt í netkönnun og túlkuðu það sem fram fór á milli aðila í smásögu (vignette) ásamt því að meta viðunandi málsmeðferð út frá því sem fram fór milli aðilanna. Þátttakendur mátu einnig mikilvægi ólíkra birtingarmynda kynferðislegs samþykkis út frá mismunandi tengslum milli aðila ótengdum smásögunni.
    Niðurstöður sýndu að ólík tengsl á milli aðila höfðu áhrif á túlkun á samþykki upp að vissu marki. Konur töldu frekar en karlar að samskipti á milli aðilanna hefðu þurft að vera skýrari. Ekki var munur á mati á viðeigandi málsmeðferð út frá því sem fram fór í smásögunni, nema þegar um var að ræða fyrstu kynni, þar sem konur töldu frekar en karlar að það sem fram fór í sögunni. Þegar uppgefin tengsl á milli aðila voru fyrstu kynni var talið mikilvægt og raunhæft að samþykki væri miðlað munnlega. Þegar aðilar voru kunnugir hvorum öðrum var talið mikilvægt og raunhæft að samþykki yrði metið út frá líkamstjáningu.

  • Útdráttur er á ensku

    In sexual situations, sexual consent is an imperative factor under normal circumstances. Although sexual consent is only beginning to receive research attentions, findings suggest that consent is mediated in a more formal manner when individuals are strange than acquainted. The purpose of this study is to examine if and how former relations between individuals influence student’s attributions about sexual consent within the Icelandic entertainment scene. Participants were 776 students who studied at the University of Iceland in spring 2016. An Internet survey was sent to participants by email. In the survey participants read a vignette, which pictured an ambiguous scenario between a man and a woman, and were asked to interpret what happened between them in the scenario by answering statements. Participants were also asked to evaluate the appropriate due process if what happened in the scenario was to go into the justice system. Participants also answered statements about the importance of different types of sexual consent dependent on previous relations between individuals (independent from the vignette).
    Findings suggested that former relations between individuals did influence participant’s attributions to a point. Women, more than men, believed that clearer communications where needed between the individuals in the vignette. Participant’s evaluations of the appropriate due process did not differ between different relations of the individuals in the vignette, although when individuals were strange to each other, women were likelier than men to evaluate that what happened in the scenario was violative. When individuals were strange to each other it was considered appropriate and realistic that sexual consent was mediated via verbal cues. When individuals were acquainted it was considered appropriate and realistic that sexual consent was mediated via behavior or body language.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24375


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð-Sædís Jana .pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna